Fimmtudagur 10. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Veiðimaður á sjötugsaldri grunaður um að hafa skotið átta ára dreng fyrir slysni: „Mjög átakanlegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bóndi sem varð vitni að því er átta ára drengur var skotinn í höfuðið á landi hans í Cumbria, Englandi, hefur nú tjáð sig við fjölmiðla.

Lögreglan flýtti sér að hlíð skammt frá Wheatsheaf-bóndabænum, nálægt Warcop í Cumbria, síðdegis í gær. Lögreglumenn voru kallaðir til eftir að tilkynnt var „að barn hefði slasast alvarlega af völdum skotvopns á landareigninni.“ Greint hefur verið frá því að barnið hafi verið að veiða kanínur á þessum tíma.

Frá vettvangi slyssins

Lögreglan í Cumbria sagði að drengurinn hafi verið fluttur á sjúkrahús með lífshættulega áverka á höfði og andliti. Hann lést af sárum sínum í nótt. Lögreglan staðfestir að karlmaður hafi verið handtekinn á vettvangi grunaður um alvarlega líkamsárás.

Heimamenn sem búa í Warcop telja að skotárásin gæti hafa verið slys. Bóndinn, sem á landið þar sem skotárásin átti sér stað, sagðist vera í „miklu uppnámi“. Hann sagði við The Sun: „Ég varð vitni að því sem gerðist. Þetta er mjög átakanlegt. Móðir mín er á níræðisaldri og veik.“

Ein móðir, sem einnig býr í þorpinu, sagði: „Við vitum ekki alveg hvað gerðist ennþá. Ég hef heyrt að hann hafi ekki farið í skólann í Warcop. Ég las áðan að það hafi verið skotið af vopninu fyrir slysni. Mörg okkar eiga börn á þessum aldri. Þetta er mjög náið samfélag.“

Hún bætti við: „Við erum öll með börn í skólanum svo það greip um sig ofsahræðsla í morgun um að þetta gæti hafa verið einhver sem við þekktum. Ég las tölvupóst frá skólanum okkar þar sem sagði að fórnarlambið hafi ekki verið nemandi við skólann svo við vitum ekki hvaðan það er. Það er afar átakanlegt og maður finnur virkilega til með fjölskyldunni. Þetta eru hræðilegar fréttir.“

- Auglýsing -

Einn ungur maður í þorpinu fékk fréttirnar af vini sínum sem býr utan svæðisins. Hann sagði: „Ég heyrði hvað gerðist og það er hræðilegt. Þetta er allt í munnmælum en greinilega var þetta slys. Þetta er mjög sorglegt. Það er svo rólegt hérna og ekki mikið að gerast. Ég vil senda þeim [sem skaut – innsk. blaðamanns.] samúðarkveðjur vegna þess að þessa hræðilega atburðar en þó að þetta hafi verið slys þá er það hræðilegt því hann þarf að lifa með því.“

Þriðji maðurinn, sem einnig er foreldri í bænum, sagði: „Ég hef verið spurður um málið af vinum mínum í morgun. Það er sorgaratburður sem gerðist hérna en ég þekki ekki fjölskylduna. Þetta er rólegt þorp en fólk hefur ekki sagt til um fjölskylduna hingað til í dag.“

Önnur kona sagði: „Ég heyrði hvað gerðist og það er hræðilegt. Þetta er allt í munnmælum en greinilega var þetta slys. Náunginn hefur verið handtekinn fyrir manndráp af gáleysi svo það er það sem við höldum að hafi gerst. Einn vinur minn sagði mér fréttinar og ég trúði þeim ekki í fyrstu. Það er svo rólegt hérna.“

- Auglýsing -

Talsmaður lögreglunnar í Cumbria sagði: „Lögreglan rannsakar dauða átta ára drengs. Viðbragðsaðilar var kallaðir til um klukkan 14:50 í gær (28. september) á sveitabæ á Warcop-svæðinu eftir að tilkynnt var um að barn hefði slasaðist alvarlega af völdum skotvopns við bóndabæinn. Lögreglan og sjúkraliðar mættu á vettvang. Skotvopnið ​​var tryggt á vettvangi af lögreglu og átta ára drengur var fluttur á sjúkrahús með sjúkraflugi en hann hlaut alvarlega og lífshættulega áverka á höfði og andliti. Því miður lést drengurinn í nótt.“ Bætti hann við: „Lögreglumenn handtóku karlmann á sextugsaldri á vettvangi grunaður um alvarlega líkamsárás. Hann er enn í haldi lögreglu en er nú handtekinn grunaður um manndráp af gáleysi.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -