Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Veitingastaður þar sem ruslið er aldrei sótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt nýrri skýrslu ReFED, samtaka sem beita sér fyrir að draga úr matarsóun, verða 11,4 milljón tonn af matarúrgangi til hjá bandarískum veitingastöðum á hverju ári, sem jafngildir kostnaði upp á 25 milljarða dala. Þá hefur bandaríska umhverfisverndarstofnunin (EPA) reiknað út að matarúrgangur og matarpakkningar telji um 45% þess úrgangs sem urðaður er í landinu árlega.

Nokkrir veitingastaðir í Bandaríkjunum hafa ákveðið að leggja sitt af mörkum til að draga úr sóuninni og ruslinu og einn þeirra er Rhodora í Brooklyn í New York. Um er að ræða gríðarmikla áskorun fyrir stað sem þarf líka að bera sig fjárhagslega en aðlögunin hefur ekki síst snúið að því að finna birgja sem geta afhent hráefni í umbúðum sem nota má í moltugerð.

Það tók forsvarsmenn Rhodora 10 mánuði og 50 þúsund dali að umbreyta staðnum þannig að í dag þurfa þeir enga ruslaþjónustu.

Fyrsta skrefið var að hætta viðskiptum við birgja sem afhentu allt í einnota plasti. Því næst var horft til annarra lausna; tætara til að rífa niður vínkassa, uppvaskferli þar sem salt verður að sápu og umbúðir úr býflugnavaxi í stað plastfilmu, svo eitthvað sé nefnt. Í dag fær Rhodora allt brauð í margnota plastkössum og grænmeti og egg í glerkrukkum sem nota má aftur og aftur.

Starfsmenn staðarins eru lítill en samheldinn hópur, sem kemur saman vikulega til að ákveða matseðilinn, sem er ákvarðaður útfrá því hvað er á boðstólnum frá þeim birgjum sem geta uppfyllt hinar ströngu kröfur.

Fjallað er um málið í New York Times.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -