Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Vilhjálmur og Katrín minnast 17 ára ljósmyndara: „Hún flaug hátt þar til yfir lauk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Prinsinn og prinsessan af Wales minnast hinnar „hugrökku og auðmjúku“ Liz Hatton, 17 ára ljósmyndara sem lést fyrir skömmu.

Hinum hæfileikaríka ljósmyndara var boðið til Windsor-kastala sem var hluti af óskalista Hatton, er hún stóð frammi fyrir sjaldgæfri tegund krabbameins. Eftir að hafa myndað Vilhjálm við störf, var Liz leidd inn í hliðarherbergi fyrir óvæntan fund með prinsessunni af Wales.

Katrín og Liz ræddu sameiginlega ást sína á ljósmyndun og sögðu að þetta væri „drauma“ augnablik. Þær tvær voru myndaðar í faðmlögum, vikum eftir að prinsessan hafði deilt fréttum að hún hefði lokið lyfjameðferð við krabbameini.

Liz frá Harrogate, North Yorkshire, lést snemma í gærmorgun, sagði móðir hennar Vicky Robayna á samfélagsmiðlum.

Í dag birtu Vilhjálmur og Katrín innilegar virðingarkveðjur og sögðu: „Okkur þykir svo leitt að heyra að Liz Hatton sé því miður látin. Það var heiður að hafa kynnst svona hugrakkri og auðmjúkri ungri konu. Hugur okkar og bænir eru hjá foreldrum Liz, Vicky og Aaron og bróður hennar Mateo á þessum ólýsanlega erfiða tíma. V & K.“

Áður lýstu hin konunglegu hjón Liz sem „hæfileikaríkum ungum ljósmyndara sem með sköpunarkrafti og styrk hefur veitt okkur báðum innblástur“. Móðir hennar sagði á X-inu að Liz „var ekki bara stórkostlegur ljósmyndari, hún var besta manneskja og yndislegasta dóttir og stóra systir sem við hefðum getað beðið um“. Bætti hún við: „Enginn hefði getað barist harðar fyrir lífinu en hún,“ sagði hún. „Það er gapandi Liz-laga gat í lífi okkar sem ég er ekki viss um hvernig við munum nokkurn tíma fylla.“

Robayna þakkaði þeim sem hjálpuðu unglingnum að uppfylla drauma sína á síðustu mánuðum hennar og þeim sem líkaði við og studdu starf hennar og bætti við: Þið tryggðuð að síðustu tveir mánuðir Liz væru hennar bestu. Hún flaug hátt þar til yfir lauk.

- Auglýsing -

Hún bað fólk um að deila einni af myndum Liz í virðingarskyni og einnig til að styðja verkefni fjölskyldunnar til að fjármagna rannsóknir á því sjaldgæfa krabbameini sem dró Liz til dauða en engin góðgerðarstarfsemi sérhæfir sig í sjúkdómnum í Bretlandi.

Mirror fjallaði um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -