Föstudagur 13. september, 2024
11.8 C
Reykjavik

Vitni lýsa fjöldamorðinu í al-Tabin skólanum sem martröð: „Hver mun kalla mig „mömmu Sumaya núna?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vitni að fjöldamorði Ísraelshers í al-Tabin skólanum á Gaza þann 10. ágúst síðstliðinn, sem „dómsdag“. Um það bil hundrað létust í árásinni, flest konur og börn.

Fréttastofan Al Jazeera birti í dag viðtöl við vitni af því blóðbaði sem Ísraelsher stóð fyrir morguninn 10. ágúst síðastliðinn þegar um 100 konur, börn og gamalmenni voru drepin með bandarískum vopnum í al-Tabin skólanum á Gaza, þar sem fjölmargir Palestínubúar á flótta höfðu leitað skjóls í. Árásin var gerð eldsnemma að morgni, þegar karlmennirnir voru að neðri hæð hússins við bænir en sprengjuárásin var gerð á efri hæðina, þar sem konurnar, börnin og gamalmennin voru.

Sumaya Abu Ajwa missti stjúpdætur sínar tvær, sem hún hefur alið upp sem sínar eigin dætur. „Ryk og eldur umlék allt. Þetta var eins og dómsdagur. Ég byrjaði að leita að stelpunum, ég fann þá yngri. Ég tók hana í fangið og blóðið úr henni rennbleytti fötin mín,“ sagði hún grátandi við fréttamann Al Jazeera. Og hélt áfram: „Ég fór svo aftur inn í eldinn að leita að hinni dóttur minni. Þegar ég fann hana svo sá ég að líkami hennar var rifinn í tvennt.“ Sumaya sagði að stelpurnar hefðu verið dæturnar sem hún gat aldrei eignast. „Hver mun kalla mig „mömmu Sumaya núna?“ Ég þrái að heyra þessi orð meira en nokkuð annað.“

Suzan Al-Basyouni varð einnig vitni að hryllingnum: „Vettvangur fjöldamorðsins er greyptur inn í heilann á mér. Eins og ég hafi verið í hryllingsmynd. Ég var að leita að eiginmanni mínum innan um líkamsleifar og rústir. Á meðan ég leitaði hans steig ég á sundurlimaða líkama en sumir þeirra voru, án þess að ég áttaði mig á því, vinir mínir.“ Suzan mundi að eiginmaðurinn hefði verið klæddur í bláa skyrtu en sagðist ekki hafa geta greint liti í sundur vegna reyks, rústa og blóðs. „Að lokum fundum við manninn minn drepinn. Hann hafði misst báðar lappirnar og kviðurinn hafði rifnað upp.“

Hassan Al-Daaya, starfsmaður líkhúss á Gaza sagði fjöldamorðið 10. ágúst öðruvísi en oft áður. „Þetta fjöldamorð var öðruvísi, vegna fjölda látinna og gríðarlegs fjölda brenndra líka og sundurlimaðra. Við gátum ekki grein einn útlim frá öðrum. Hver átti þessa hönd? Hver átti þennan fót?“

Blaðamaðurinn Mo´Tasem Abu Asr lýsti vettvangi glæpsins sem Ragnarökum. „Ég sá atriði beint frá Ragnarökum. Enn þann dag í dag get ég ekki gleymt lyktinni sem ég fann þar.“

- Auglýsing -

Blaðamaður Al Jazeera, Anas Al-Sharif tók í sama streng: „Það er erfitt að komast yfir þær sýnir sem blasti þar við. Ég sé þær bæði í vöku og draumi. Þegar ég kom á vettvang varð ég fyrir svo miklu áfalli að ég gat ekki komið upp orði í dágóðan tíma. Ég vissi ekki hvað ég gæti sagt. Ég sá stúlku kveðja föður sinn sem hafði brunnið lifandi.“

Mo´Men Salmi, starfsmaður almannavarna á Gaza hafði svipaða sögu að segja. „Eldurinn gleypti fórnarlömbin. Þau náðu ekki að slökkva í sér, vegna þess að mörg þeirra höfðu misst útlimi sína. Engin manneskja á að verða vitni að slíkri sjón.“

Annar starfsmaður almannavarna, Noah Al-Sharnoubi lýsti þessu sem martröð. „Mér leið eins og ég væri í martröð þar sem líkin stöfluðust upp alls staðar. Ég byrjaði að missa stjórn á mér og gat ekki lyft líkunum eða hjálpað þeim særðu. Ég gat ekki sofið í þrjá daga eftir blóðbaðið. Sýnirnar halda áfram að birtast í huga mér. Þetta var ekki bara fjöldamorð, þetta var þjóðarmorð gegn fólki á vergangi, sem leitaði skjóls í skóla. Fórnarlömbin voru öll eldri borgarar, börn og konur.“

- Auglýsing -

Hér má sjá myndskeið Al Jazeera en fólk með sál er varað við myndefninu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -