• Orðrómur

Erlingur hataði félagsskapinn „Stelpur sem spiluðu fótbolta voru „ljótar lesbíur“’

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Ég hætti áður en tímabilið byrjaði, ástæðan var sú að ég hataði hverja einustu sekúndu í þessum félagsskap“.

Þetta skrifar Erlingur Einarsson á Twitter reikningi sínum í gær um þá menningu sem hann upplifði þegar hann spilaði fótbolta. „Ég spilaði einu sinni fótbolta. Þráður“

Erlingur segir að hann, líkt og svo margir krakkar hafi elskað að spila fótbolta.
Þar sem hann bjó í sveit hafi tækifæri til þess að spila “alvöru“ fótbolta verið af skornum skammti þar til á unglingsár var komið. „Þegar ég var 15 ára mætti lið frá höfuðborgarsvæðinu á svæðið og ég fékk að æfa með þeim, ég var ekkert sérlega góður en kúltúrinn virkaði skemmtilegur“.

- Auglýsing -

Í framhaldinu flutti Erlingur í bæinn, fór í menntaskóla og æfði með öðru liði á svæðinu.
„Það voru margir efnilegir leikmenn í liðinu, allavega einn sem spilaði seinna með landsliðinu og margir sem komust í úrvalsdeildina“.
Erlingur segist ekki hafa verið með þeim bestu í liðinu en gat hann spilað með B-liði.
„Lagði upp tvö, þrjú mörk í æfingaleikjum og lærði hratt að spila betri vörn til að gera spilað bakvörð og kantstöðu.“
„Ég hætti áður en tímabilið byrjaði, ástæðan var sú að ég hataði hverja  einustu sekúndu í þessum félagsskap. Hver einasta æfing var yfirfull af ofbeldisblætisfylltri karlrembu, það var hreytt þreyttum lesbíu og kynferðis “bröndurum“ í stelpulið sem æfðu á undan okkur,  og búningsherbergið, jesús.

Erlingur lýsir hegðun og andanum sem var í klefanum en eru lýsingarnar sláandi.
„Þegar það var ekki verið að stæra sig af kynferðislegum yfirburðum sínum var blautum handklæðum smellt í rassinn á þeim sem “klikkuðu“ á einhverju á æfingum, hraunað yfir hitt kynið, hómófóbían á fullu auðvitað, og allt eftir því.“

Reynsla hans eftir síðustu æfinguna með liðinu situr enn í Erlingi, 23 árum síðar, en mætti hann aldrei aftur á æfingu eftir atvikið.
„Þá var því lýst yfir af “leiðtogum“ liðsins að það væri hefð að sá sem skoraði fyrsta markið yrði “verðlaunaður“ með því að restin af liðinu myndi fróa sér yfir hann í klefanum eftir leik, og þeir sem tækju ekki þátt yrði sjálfum “refsað“ með nákvæmlega sama hætti. Ég mætti aldrei aftur á æfingu.“

- Auglýsing -

Erlingur veit ekki hvert framhaldið var og hvort þetta hafi bara verið svokallað “locker room talk“.
Hann bætir við að þessi lífsreynsla hafi sagt honum að það sé, og hafi verið lengi baneitruð karlmennska í Íslenskum fótbolta.

„Þetta voru ungir strákar, 15, 16, 17 ára. Þeir lærðu þetta einhvers staðar. Frá eldri leikmönnum.“
„Stelpur sem spiluðu fótbolta voru “ljótar lesbíur“. Hommar yrðu barðir ef þeir lætu sjá sig í klefanum með fótboltaliði. Og ef þú værir ekki “með“ í stemningunni yrði níðst á þér“.

Erlingur segir það barnalegt viðhorf að halda að þessi viðhorf og framkoma myndi einungis eiga sér stað í klefanum.
„Hvað ef þeir fengju svo allt í einu fullt af pening plús aðdáun pöpulsins í ofanálag, af því þeir voru góðir í fótbolta (þar sem þeir lærðu þessa heimssýn)? Þrjú gisk.“

- Auglýsing -

Nokkrum árum síðar segist Erlingur hafa verið að þjóna til borðs á lokahófi Úrvalsdeildar og orðið þar vitni að sama talsmáta og viðhorfum er hann lýsir að ofan.

„Þess vegna á ég ekki erfitt með að trúa þolendum.“

Erlingur viðurkennir að hann hafi sjálfur sagt ósmekklega brandara á sínum yngri árum sem hann skammist sín fyrir í dag.
Hann furðar sig á hvers vegna enginn sagði neitt við þessari hegðun.
„Af hverju lét ég mig bara hverfa? Einfalda svarið er: ég var ekki nógu hugrakkur. Flókna svarið er vafið inn í blöndu hópþrýstings, kvíða, andlegrar sjálfsvarnar og samfélagsnorma. Það eru þessi samfélagsnorm sem þarf að takast á við“.
Skrifar Erlingur undir lokin að þetta sé verkefni sem þurfi að vinna saman.
„Við getum hjálpað hvort öðru að vera hugrökk og aðeins með því að standa með þolendum samtíðans og fortíðarinnar getum við fækkað þolendum framtíðarinnar“.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -