Þriðjudagur 23. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Erna: „Það er verið að sýna konum á Íslandi vanvirðingu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki var lesið úr brjóstamyndatökum í síðsta mánuði eins og þegar hefur komið fram í fjölmiðlum og samdi Landspítalinn við danska fyrirtækið Senologia ApS um heildarþjónustu í brjóstamyndgreiningu. Þá hefur komið fram að báðir íslensku læknarnir sem sinntu starfinu hafi hætt í sumar vegna gæðamála.

„Við erum felmtri slegnar. Ég hef strax fengið viðbrögð frá konum og þetta kemur þeim mjög á óvart og þetta veldur mikilli óvissu á meðal kvenna,“ segir Erna Bjarnadóttir sem er forsvarsmaður Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ sem er grasrótarhópur til að mótmæla aðför að heilsu kvenna en eins og margir vita hefur Erna barist fyrir því að leghálssýni kvenna hér á landi verði rannsökuð á Íslandi en ekki Danmörku eins og verið hefur síðustu mánuði sem hefur orðið til þess að konur hafa jafnvel beðið í nokkra mánuði eftir því að fá niðurstöður. Þetta tengist því að um áramótin fluttust skimanir fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og síðan voru málin í miklum ólsetri. Nú á að verða breyting þar á.

„Þetta með brjóstamyndatökurnar kom mér á óvart. Ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég óttaðist kannski að mætingin og boðunin væri ekki í nægilega góðu horfi en þetta kom mér alveg í opna skjöldu og auðvitað veldur þetta konum kvíða og óvissu.“

Erna segir að kvenfyrirlitning sé stórt orð en að það sé vissulega verið að sýna konum á Íslandi vanvirðingu. „Mér dettur ekki í hug að fólk eigi að bíða mánuðum saman eftir niðurstöðum tengdum öðrum sjúkdómum.

Þetta vekur aftur upp spuningar um að það sé eins og varðandi leghálsskimanir að verða rof á milli skimunarsögu kvenna með því að það sé danskt fyrirtæki sem tekur við þessu og hefur ekki aðgang að fyrri upplýsingum og svo líka rof gagnvart læknum hér og svo hvernig sú tenging verður. Að öðru leyti erum við í „Aðför að heilsu kvenna“ stutt á veg komnar með að kynna okkur hvað þetta þýðir og þessi hópur var stofnaður til að fást við hitt viðfangsefnið; leghálsskimanir. Það verður í kvöld haldinn fundur með nokkrum konum í hópnum þar sem meðal annars brjóstamyndatökurnar verða ræddar. Ég held að það sé engin leið að víkja sér undan því að setja sig inn í þetta og reyna þá eftir atvikum að hafa áhrif til betra forms varðandi þetta.“

Erna segir að kvenfyrirlitning sé stórt orð en að það sé vissulega verið að sýna konum á Íslandi vanvirðingu.

 

- Auglýsing -

Erna Bjarnadóttir

 

Í upphafi skyldi endinn skoða

- Auglýsing -

Erna segir að það þurfi fyrst og fremst að breyta um hugsunarhátt innan íslenska heilbrigðiskerfisins. „Verkefnin þurfa að vera í forgangi og hvernig þau verða best leyst en ekki á að einblína á hvort Krabbameinsfélag Íslands, heilsugæslan eða einhver annar vinni þetta heldur eiga bæði verkefnin og þjónustan við þá sem hennar eiga að njóta að vera forgangsatriði. Það á að horfa á hagsmuni þeirra sem eiga að njóta þjónustunnar. Konur hafa til dæmis talað um að þeim finnist vera óþægilegt að leghálsskimanir séu komnar til heilsugæslunnar sem er víða en að þetta sé ekki gert á einhverjum samræmdum stað.

 

Það á að horfa á hagsmuni þeirra sem eiga að njóta þjónustunnar.

Ég skil ekki á hvaða vegferð stjórnvöld voru með því að skoða ekki endinn í upphafi varðandi leghálsskimanirnar. Það var anað út í þessar breytingar án þess að búið væri að þarfagreina verkefnið og tryggja að tölvukerfi og annað sem átti að halda utan um þetta væri í lagi. Ég bara skil ekki svona vinnubrögð og það gerir það bara ekki nokkur maður. Ég hef skilning á stöðu Ágústs Inga Ágústssonar kvensjúkdómalæknis sem tekinn er við sem yfirlæknir og nýr forstöðumaður Samhæfingarstöðvar krabbameinsskima; hann getur ekkert að þessu gert og er að gera sitt besta. Hann er allt í einu kominn í þá stöðu að svara fyrir þetta. Það er ekki hans að svara fyrir af hverju konur sem fóru í leghálsskimun í febrúar, mars eða apríl eru fyrst núna að fá svör. Það er bara alls ekki upp á hann að klaga út af því.“

Erna byrjaði í baráttunni fyrr á þessu ári og segir að nú hafi gefið sig fram öflugar konur sem hafa slegist í hópinn og munu þær halda áfram að vekja athygli á þessum málum og nú líka varðandi brjóstamyndatökurnar. „Ég hef ásamt annarri konu verið beðin um að taka sæti í starfshópi á vegum Læknafélags Íslands til að fara yfir þetta legskimanamál frá a til ö. Við munum líka halda baráttunni áfram með bréfaskriftum og öðru til að vekja athygli á þessu varðandi brjóstamyndatökurnar.“

Erna hefur ýmislegt lært á þessu ferli og segir að það sem komi sér mest á óvart sé hvernig stjórnsýslan hefur reynt að kasta ryki á hvað raunverulega gerðist. „Það sem mér finnst vera lærdómurinn er að stjórnsýslan og upplýsingar þurfa að virka.“

 

Við munum líka halda baráttunni áfram með bréfaskriftum og öðru til að vekja athygli á þessu varðandi brjóstamyndatökurnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -