Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Ester missti alla lífslöngun og vildi fá að fara: „Mér fannst ég einskis virði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir tveimur árum síðan var Ester Soffía Jóhannsdóttir stödd á slæmum stað. Hún hafði misst alla lífslöngun og vildi helst af öllu fá að fara. Í dag hefur hún náð ótrúlegum andlegum bata og öðlast vott af sjálfsvirðingu.

Í samtali við Mannlíf segir Ester alla þessa miklu vanlíðan vera orsök hræðilegs ofbeldissambands sem hún var í þegar hún bjó í Noregi. Við skulum gefa henni orðið:

„Ég var á stöðugum flótta gagnvart sjálfri mér í mörg ár og alltaf að reyna að fixa mig. Ég gat ekki verið kjurr og þurfi alltaf að vera á fullu endalaust. Var endalaust í öfgum og feluleik hvernig mér leið, ég refsaði mér stöðugt og var virkilega vond við sjálfa mig. Mér fannst ég einskins virði og ekkert gott eiga skilið Ég var með mikla áfallaröskun, félagsfælni og mikið þunglyndi,“ segir Ester.

Ester segist stöðugt hafa verið í leit að viðurkenningu frá öðrum. „Ég var ofboðslega brotin, óörugg og reið út í sjálfan mig og aðrar. Var með mjög brotna sjálfsmynd. Ég var aldrei nóg, hafði lítið sem ekkert sjálfstraust, skorti líka sjálfsvirðingu. Ég gerði allt fyrir aðra og var stöðugt að fórna mér og mínum tíma fyrir fólk sem kunni ekki að meta mig. Ég treysti alltaf á aðra og gerði mér miklar væntingar því ég gat ekki treyst á mig sjálfa. Ég kunni ekki að segja nei því ég var svo hrædd við höfnun,“ segir Ester.

- Auglýsing -

Síðasta eitt og hálfa árið hefur Ester unnið mikið í sjálfri sér og náð góðri endurhæfingu. Hún segist sjá betur og betur hversu djúpt hún var sokkin. „Á þessum tíma hef ég unnið úr áföllum og styrkt mig andlega. Hef öðlast sjálfsvirðingu, lært að þykja vænt um mig sjálfa, hef trú á sjálfri mér. Ég tek því ekki persónulega gagnvart öðru fólki sem er reitt og lætur sína vanlíðan bitna á mér. Hef losnað við þessa hræðslu um að verða fyrir höfnun. Öðlast betri sjálfsmynd og veit að ég er með fullt af kostum og er meðvituð um hver gallar mínir eru. Kann að taka hrósi og trúi því að þegar fólk segir jákvæða og fallega hluti við mig án þess að halda að eitthvað býr að baki,“ segir Ester og bætir við að lokum:

„Ég veit í dag hversu dýrmæt og einstök ég er og hvað ég á gott skilið. Hef öðlast mikinn skilning gagnvart öðru fólki og set mig í spor þeirra. Veit hvar mörkin mín eru og hef lært að setja fólki mörk. Hef öðlast þolinmæði gagnvart öðru fólki er róleg og yfirveguð. Set mig og mína andlegu og líkamlegu heilsu í fyrsta sæti því ég vil ekki tapa sjálfri mér. Held að þessi týnda stelpa sem týndist þegar hún var 15 ára fær loksins að þroskast andlega og fær að dafna og er nóg

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -