Eurovision keppninni aflýst vegna COVID-19

Deila

- Auglýsing -

Eurovison söngvakeppninni sem vera átti 12. – 16. maí í Rotterdam í Hollandi hefur verið aflýst, en tilkynning var birt rétt í þessu.

Í henni kemur fram að síðustu vikur hefur ýmsum möguleikum verið velt upp í ljósi þeirrar stöðu sem kórónuveirufaraldurinn veldur á alla viðburði. Sökum hennar og takmarkanna sem mörg þátttökuríki hafa sett hvað fjöldatakmarkanir varðar, hefur nú verið komist að þeirri niðurstöðu að aflýsa keppninni.

„Við erum stolt af því að söngvakeppnin hefur sameinað þjóðir á hverju ári án undantekning síðastliðin 64 ár og við, líkt og milljónir aðdáenda um allan heim, erum mjög sorgmædd yfrir að keppnin getur ekki farið fram í maí.“

Sjá einnig: Daði Freyr vonsvikinn – „Stuðning­ur­inn sem ég hef fengið er al­veg ótrú­leg­ur og ég hef fengið fjölda tæki­færa“

Viðræður eru um að keppnin fari fram að ári liðnu í Rotterdam og er fólk beðið um að sýna þolinmæði meðan framkvæmdastjórn keppninnar fer yfir stöðuna, tilkynninga verði að vænta fljótlega.

„Við heiðrum alla þá sem lagt hafa mikla vinnu í að skipuleggja keppnina sem vera átti í maí og þeim 41 þjóðum sem ætluðu að taka þátt. Við erum eyðilögð yfir að keppnin fari ekki fram í maí og vitum að Eurovision fjölskyldan, um allan heim, mun halda áfram að sýna hvert öðru ást og stuðning á þessum erfiða tíma.“

Tilkynning

- Advertisement -

Athugasemdir