Föstudagur 3. febrúar, 2023
3.8 C
Reykjavik

Eurovision:157 lög keppa um að fylgja í fótspor Hatara

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

157 lög voru send inn í íslensku Söngvakeppnina í ár, sem er 25 lögum fleiri en í fyrra. Sjö manna valnefnd mun velja tíu lög sem verða kynnt fyrir þjóðinni í janúar auk höfunda laganna.

„Þetta er um það bil tuttugu prósenta aukning á innsendum lögum miðað við í fyrra. Það er auðvelt að leiða líkum að því að þátttaka Hatara og gott gengi hafi ýtt við lagahöfundum í landinu,“ segir Björg Magnúsdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn keppninnar. RÚV greindi frá.

Allir gátu sent inn lög. Að auki bað RÚV vinsæla lagahöfunda um að semja hluta keppnislaganna.  Í valnefndinni eru fulltrúar frá RÚV, Félagi íslenskra hljómlistamanna og Félagi tónskálda- og textahöfunda.

„Allir senda lög inn undir dulnefni. Nú tekur valnefnd til starfa og það er bara fullt af mikkum, músum og andrésínum – þannig að þau vita ekki hverjir eru á bak við hvaða lög,“ segir Björg.


Holland sigraði keppnina í ár.

Undankeppnir Söngvakeppninnar fara fram 8. og 15. febrúar í Háskólabíói og úrslitin ráðast 29. febrúar í Laugardalshöll. Sigurlagið verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Rotterdam í Hollandi í maí á næsta ári.

Hatari endaði í 10. sæti í Tel Aviv í vor, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva sektaði RÚV um 5000 evrur eða tæplega 700.000 kr. fyrir mótmæli Hatara þegarhljómsveitin drí upp borða með fánalitum Palestínu.

- Auglýsing -

„En við reiknum ekki með að þetta hafi áhrif á keppnina og hversu hún vegleg hún verður. Þannig að nei við reiknum ekki með því að þetta hafi áhrif á næstu keppni,“ segir Björg.

Undankeppnir Eurovision fara fram 12. og 14. maí 2020 í Rotterdam í Hollandi og úrslitakeppnin 16. maí.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -