Þriðjudagur 4. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Eva ætlar í meðferð og biður um hjálp eftir að hafa misst unga móður og losnað úr ofbeldissambandi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Móðir Evu Marý Þórönnudóttur lést þegar hún var aðeins 36 ára gömul og síðan þá hefur Eva átt mjög erfitt. Meðal annars segist hún hafa verið lamin sundur og saman í ofbeldissambandi og glímt við lyfjanotkun og áfallastreituröskun. Hún sendir nú út neyðarkall til netverja.

Í samtali við Mannlíf segir Eva það gífurlega erfitt að stíga fram og segja sögu sína, sögu sem hún sé sjálf ekki mjög stolt af. „Ég vil endilega vekja athygli á sögu minni og hvetja fleiri til að leita sér hjálpar. Því það er svo mikilvægt. Grípa inn í áður en Guð sjálfur gerir það,“ segir Eva.

Hjálparkallið sendi Eva út í fjölmennan hóp á Facebook. Þar segist hún alveg eiga von á einhverju skítkasti því sem fíkill hafi hún komið illa fram við marga. „Mér liggur virkilega þungt á hjarta að skrifa þetta hérna opinberlega á Facebook. Ég hef enga sjálfsvirðingu fyrir sjálfri mér lengur. Ég hef ekki náð mér eftir að mamma mín var skyndilega bráðkvödd. Í blóma lífsins 36 ára að fara gifta sig loksins komin með 3 ár allsgáð að baki. En síðan hún féll frá hef ég bara fallið dýpra og dýpra og bara hraðar og hraðar. Að deyfa mig var og er það eina sem ég kann. Eftir jarðaförina reyndi ég frekar að enda líf mitt og flýja í fangið hennar aftur. En hún vakti yfir mér og sagði mér að taka mig saman í andlitinu. ég er bíin að eiga VIRKILEGA erfið og áfallastreitu mikil 3 ár,“ segir Eva og heldur áfram:

„Ég var i grófu heimilisofbeldissambandi, lamin sundur og saman alla daga og faldi það fyrir öllum eins og ég gat. En auðvitað sáu þeir sem elskuðu mig marblettima og undruðust á hvers vegna ég væri með risa sólgleraugu í mígandi rigningu eða inni í búð. Stuttu eftir að hann gekk næstum frá mér og ég kærði hann fyrir tilraun til manndráps þá dó mamma. Eftir þetta var ég greind. Með áfallastreituröskun og ofsa.“

Eftir að móðir Evu lést ung að árum reyndi hún hvað hún gat að komast af án móður sinnar. En það reyndist henni erfitt. „Hún var mér allur heimurinn. Besta vinkona min. Mamma mín. Ég hoppaði fram af 6-8 metra svölum beint á malbik með þeim afleiðingum að ég háls og höfuðkúpubrotnaði, rifbeinsbrotnaði og sleit í mer báða liðþófa í hægra hné og hef þurft að fara í aðgerð á því. ég hef verið óvinnufær síðan ég varð fyrir likamsárásinni sem gekk frá mér nær dauða en lifi,“ segir Eva.

Eftir raðir áfalla segir Eva núna loksins vera komin með vijann og styrkinn til að geta eitthvað í sínum málum. „Það byrjar allt á því að fara í meðferð. Krýsuvík er 6 mánaða meðferð og hver mánuður kostar 120.000 kr. Ég þarf hjálp við að greiða fyrir þessa meðferð því ég er óvinnufær með öllu og fæ sára litlar tekjur sjálf. Ég skrifa þetta með mikilli skömm og átti ekki auðvelt með að setja mína sögu svona opinberlega á samfélagsmiðla. Ég bara vissi ekki hvað annað ég gæti gert. Ég vildi athuga hvort að það væri einhver möguleiki að fólk hérna inni myndi vilja rétta mér hjálparhönd. Það þarf ekki að vera mikið, margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Eva og bætir við:

- Auglýsing -

„Ég veit að það munu koma comment um hvað ég hef gert og að ég sé svikari og hitt og þetta. Enda er það alveg satt. ég var ekki á besta stað i lifinu og ég gerði margt til að redda mér næsta skammt. Og ég biðst afsökunar á því. Og ætla mér að bæta það allt upp þegar ég er komin lengra í mínum bata. Fyrirfram þakkir, frá ömmu minni og afa, sem hafa svo miklar áhyggjur og frá mér. Því ég vil geta átt líf og ég vil stoppa þetta áður en það verður stoppað fyrir mig, það eru engar líkkistur með vasa.“

Ef þú vilt hjálpa Evu við að koma aftur undir sig fótunum þá eru hér reikningsupplýsingar:

Kt: 020355-2989

Reikningur : 0545-26-009555

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -