Eva Joly hlaut viðurkenningu fyrir afrek sín í baráttu gegn spillingu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Eva Joly, rannsóknardómari og Evrópuþingkona, hefur hlotið Anderson-Lucas-Norman verðlaunin fyrir afrek sín í baráttu gegn spillingu. Hún hefur barist gegn hæstu valdastigum í viðskiptum og pólitík. Tax Justice Network greinir frá.

Eitt eftirminnilegasta mál Joly er rannsókn hennar á fjársvikum franska olíufyrirtækisins Elf Aquitaine. Fyrirtækið var þá í eigu franska ríkisins. The Guardian lýsti því sem „stærsta spillingarmáli í Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina.” Þrátt fyrir morðhótanir hélt Joly áfram með rannsóknina. Hún afhjúpaði þónokkur svik sem leiddu til sakfellingu tugi einstaklinga sem voru tengdir olíufyrirtækinu.

Joly rannsakaði einnig Bernard Tapie, fyrrverandi ráðherra þéttbýlismála í Frakklandi, fyrir spillingu. Rannsóknin leiddi til handtöku Tapie.

Tók upp hanskann fyrir íslenskan almenning í Icesave-málinu

Joly hefur tekið þátt í mörgum alþjóðlegum verkefnum og hefur meðal annars ráðlagt ríkisstjórn Íslands í rannsóknum á skatt- og fjársvikum hérlendis. Hún tók upp hanskann fyrir íslenskan almenning í Icesave málinu eftir hrun. Í viðtali við hollenska blaðið Nrc Handelsblad vakti hún athygli á því að bankarnir, sem nánast stefndu Íslandi í þrot, hafi all­ir verið í einka­eigu. Meiri­hluti ís­lensku þjóðar­inn­ar hafi ekki komið þar nærri. Hins veg­ar séu skuld­ir bank­anna nú orðnar að skuld­um rík­is­ins og hafi því áhrif á alla. Hún sagði þetta „þjófnað á al­manna­fé.“

Þá sagði hún hol­lensk­a eft­ir­litsaðila hafi verið kæru­laus­ir þegar að kom að því að kanna hvort eft­ir­litsaðilar á Íslandi væru að vinna vinn­una sína varðandi Ices­a­ve. Þeir hafi ekki gert það. Hol­lend­ing­ar hafi þá reynt að fela mis­tök sín með því að vísa til laga­legr­ar skyldu Íslend­inga hvað varðar Ices­a­ve-reikn­ing­ana.

Hún lýsti yfir áhyggjur af fólksflóttanum og biðlaði til Hol­lend­ing­a að koma til móts við Íslend­inga „Fólks­flótt­inn er byrjaður. Átta þúsund vel menntaðir ein­stak­ling­ar hafa þegar yf­ir­gefið eyj­una og fleiri munu fylgja í kjöl­farið. Það er ekki okk­ar hag­ur að ganga nærri Íslandi. Landið á gjöf­ul­ar nátt­úru­auðlind­ir og staðsetn­ing þess mik­il­væg. Við ætt­um ekki að kúga þá held­ur semja við þá, á mun betri og þroskaðri hátt held­ur en hingað til,“ sagði Joly í viðtal­inu.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -