2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Eva Laufey deilir mynd af kökunni sem klúðraðist: „Vonandi naut hann vel“

Matargyðjan Eva Laufy Kjaran er nú komin aftur á skjáinn í þáttunum Ísskápastríð, þar sem hún og Gummi Ben fá til sín góða gesti og tvö lið keppa um sigur undir vökulu dómaravaldi kokkana Hrefnu Sætran og Sigga Hall.

Eva Laufey er þó ekki bara að elda á skjánum, því hún birtir líka á samfélagsmiðlum myndir af bakstri og eldamennsku. Í dag var Eva að baka fyrir sérstakt tilefni, afmælisköku fyrir eins árs afmæli. Setti hún kökuna út í smástund til að kæla hana, „eins og ég geri oft þegar kakan er of stór í ísskápinn,“ segir Eva á Instagram þar sem hún deilir mynd af kökunni.

Mávur sá sér leik á borði þegar Eva sá ekki til og gæddi sér á kökunni, sem því miður er ekki lengur hæf fyrir veisluborð eftir át mávsins. „Vonandi naut hann vel. Einmitt það já,“ skrifar Eva kát í bragði og hefur líklega ekki verið lengi í að útbúa aðra slíka, enda vön að græja rétti á innan við 15 mínútum á sjónvarpsskjánum.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is