Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Eva missti eiginmann sinn aðeins 34 ára gömul: „Þó ég sé brosandi glöð er ég alltaf að syrgja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir tveimur árum missti Eva Dís Þórðardóttir eiginmann sinn og barnsföður, þá aðeins 34 ára gömul.

Eiginmaður Evu Dísar, Stefán Haraldsson fæddist með hjartagalla og var það árið 2017 sem heilsu hans fór að hraka.

Möguleg hjartaskipti í vændum

„Hann fékk þá skilgreiningu að hann væri með hjartabilun sem þýðir í raun að ekkert er hægt að laga heldur sé frekar verið að reyna að halda stöðunni eins og hún er. Þarna áttuðum við okkur á því að hann þyrfti mögulega að fara í hjartaskipti í framtíðinni.“ segir Eva Dís í viðtali við Fréttablaðið.

Sú varð raunin, en í lok árs 2018 fóru þau hjónin til Gautaborgar þar sem metið var hvort Stefán ætti erindi í hjartaskipti. Bjuggust þau við að það tæki langan tíma að taka þá ákvörðun, en svo var ekki. Stefán var settur á biðlista fyrir nýtt hjarta.

„Þarna áttuðum við okkur á því að hann þyrfti mögulega að fara í hjartaskipti í framtíðinni“

„Það eina sem okkur var sagt var að listinn væri stuttur og allar líkur væru á því að hann kæmist fljótt að. Þetta er svolítið eins og þegar maður er að bíða eftir fæðingu, maður er búinn að pakka ofan í tösku og er bara að bíða,“ segir Eva Dís.

- Auglýsing -

Biðin eftir símtalinu erfið

Það var í apríl sem kallið kom, en Eva segir þann tíma sem fór í bið hafa verið skrítinn.

„Á hverjum einasta degi bíður maður eftir að þetta símtal komi og því lengri sem þessi tími er því þyngri verða hugsanirnar. Þegar maður heyrir í sjúkrabíl, hugsar maður innst inni: „Ætli þetta sé banaslys?“ Maður fer í algjörlega absúrd hugsunarhátt. Það lifir enginn án hjarta, svo maður er meðvitaður um að það þarf einhver að deyja til að ástvinur manns lifi,“ segir Eva, en hún segir þessar hugsanir hafi skapað mikið samviskubit.

- Auglýsing -

Eva Dís segir þau hafa haldið út til Gautaborgar bjartsýn og aldrei hafa hugleitt að Stefán gæti látið lífið.

Aðgerðin reyndist mun flóknari

Hjartaskiptaaðgerðin sem átti að taka um átta klukkutíma, tók 23 tíma. Aðgerðin reyndist mun flóknari en haldið var í fyrstu.

Fljótlega eftir aðgerðina kom í ljós að Stefán hafði orðið fyrir súrefnisskorti. Tveimur dögum síðar kom í ljós að heilastarfsemin var engin.

„Við náðum ótrúlega dýrmætum tíma saman fjölskyldan og þó synirnir hafi ekki séð pabba sinn vakandi þá var mikilvægt að þeir fengju alla söguna og næðu þessari tengingu.“

Eva Dís segist alltaf muni sakna Stefáns, „þó ég sé brosandi glöð er ég alltaf að syrgja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -