• Orðrómur

Eva Ruza eignaðist fyrirbura: „Ég man hreinlega ekkert hvernig lífið var áður en þau mættu“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Eva Ruza samfélagsmiðlastjarna og eiginmaður hennar Sigurður, eignuðust tvíbura fyrir tímann og í dag eru liðin 12 ár frá fæðingardegi barna þeirra. Frá þessu segir Eva á Instagram reikningi sínum.

 

Svona horfðu Eva og Siggi á börnin sín tvö fyrstu dagana. Mynd: Instagram

- Auglýsing -

 

Eva talar til barnanna sinna

„Og allt í einu eru litlu rækjurnar okkar Sigga orðin 12 ára“ segir Eva Ruza og hún heldur áfram: Elsku hjartans börnin mín. Ef það er eitthvað sem hefur nokkurn tímann fyllt hjartað mitt þá eru það þessi tvö. Ég man hreinlega ekkert hvernig lífið var áður en þau mættu. Var reyndar oft búin að ímynda mér hvernig það yrði…. en átti ekki von á sprengjunni sem sprakk inní mér þegar ég vissi að ég ætti von á þeim. Í 7 og hálfan mánuð elskaði ég þessar tvær mannverur meira en allt án þess að hafa nokkurn tímann hitt þau, og þegar þau loksins fæddust þá sprungu flugeldarnir inn í mér. 12 árum seinna sprengja þau allan skalann hjá mér enn þá. Get gert mig alveg snælduvitlausa , hamingjusama, glaða og tikka í allar tilfinningar lífsins. Draumurinn var að eyða afmælisdeginum á Akureyri, fyrst að við komumst ekki til Adríahafsins, og akkúrat núna ligg ég á grasbala á Akureyri, börnin keppa í körfubolta við pabba sinn og lífið okkar er ljúft.
Til hamingju með afmælið elsku dýrmætu sálirnar mínar. Við pabbi elskuðum ykkur í fyrra lífi, við elskum ykkur í þessu lífi, og munum finna ykkur í næsta
“.

- Auglýsing -

 

Feðginin Mynd: Instagram

Mæðginin Mynd: Instagram

- Auglýsing -

 

 

Tjaldferðalag

Fjölskyldan er á tjaldferðalagi og skellti sér í Geosea. Eva birtir mynd af fjölskyldunni að nóta lífsins þar og við myndina segir Eva: „Þið hafið séð 300.567 myndir frá Geosea en aldrei þessa“. Börnin tóku svo mynd af foreldrunum sofandi í tjaldi á Akureyri, Eva sagði við það tilefni að hún hefði nú haldið að hún liti betur út sofandi í tjaldi. „Þetta er ákveðinn skellur“ sagði Eva Ruza og sagðist vera búin að sofa í tjaldi í þrjár nætur og að hún hefði af myndinni að dæma sofið vel. „Ég verð samt að kaupa taldvagn ef ég ætla að leggja útilegulífið fyrir mig“.

 

Fjölskyldan fagra að njóta í Geosea Mynd: Instagram

 

Myndin sem börnin tóku af foreldrunum í fasta svefni. Mynd: Instagram

 

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -