Þriðjudagur 23. apríl, 2024
11.1 C
Reykjavik

„Eyðum ekki jólunum á klósettinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Matvælastofnun hefur birt góð ráð varðandi matreiðslu í kringum jólin undir yfirskriftinni „eyðum ekki jólunum á klósettinu“.

Í grein MAST kemur fram að ráðin eru gefin í tilefni þess að nú nálgast jólin og mikið álag er á eldhúsum landsmanna yfir hátíðirnar. Því er fólk hvatt til að tileinka sér hreinlæti og rétta meðhöndlun matvæla. „Hreinlæti, kæling og rétt hitun matvæla er afar mikilvæg svo koma megi í veg fyrir að gestir og heimilisfólk fái matarborna sjúkdóma með tilheyrandi óþægindum,“ segir meðal annars.

Þá kemur fram að nóróveirur geti dreift sér hratt. „Reglulegur handþvottur minnkar líkur á smiti milli aðila eða frá menguðum matvælum.“

Þá er mælt með að forðast að geyma viðkvæm matvæli við stofuhita í langan tíma. „Við 37°C getur ein baktería fjölgað sér í 1000 á 3 tímum og í 1 milljón á 6 tímum. Það er því mikilvægt að geyma og meðhöndla matvæli við það hitastig að komið verði í veg fyrir hraða fjölgun baktería með því að takmarka þann tíma sem viðkvæm matvæli, s.s. reyktur og grafinn fiskur og álegg er á borðum við stofuhita.“

Meðfylgjandi eru svo ráðin frá MAST:

  • Hrátt kjöt og safi úr því skal ekki komast í snertingu við matvæli sem eru tilbúin til neyslu.
  • Þvoum ávexti og grænmeti til að varna því að bakteríur af því berist í matvæli sem eru tilbúin til neyslu.
  • Þvoum hendur áður en hafist er handa við matreiðslu og eftir snertingu við hrátt kjöt og óþvegið grænmeti
  • Þrífum skurðarbretti og áhöld strax eftir notkun eða notum sérstök skurðarbretti fyrir kjöt, grænmeti og tilbúin matvæli
  • Skipuleggjum ísskápinn vel og höldum honum hreinum til að varna því að krossmengun verði þar
  • Skiptum reglulega um borðtuskur, viskastykki og handþurrkur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -