Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Eyrún krefst aðgerða vegna myglu í Mosó: „Mamma mér er svo illt í maganum og með mikinn höfuðverk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mamma mér er svo illt í maganum, mamma mér er svo óglatt, mamma ég er með svo mikinn höfuðverk, mamma ég er alltaf að æla upp í mig….“. Svo hefst innlegg sem Eyrún Anna Einarsdóttir skrifar á Facebook þar sem hún vekur athygli á enn sé myglu að finna í skólahúsnæði Mosfellsbæjar.

Hún vísar til þess að í lögum um grunnskóla svo og lögum um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustað sé teki fram að nemendum og starfsfólki skuli vera tryggt öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi sem skapar öryggi og vellíðan.

„Við foreldrar barna sem eru í Varmárskóla verðum að teljast hafa sýnt töluverða þolinmæði þegar kemur að tímalínu þessara framkvæmda. Ég hef óskað eftir upplýsingum um til hvaða framkvæmda á að ganga í sumar þar sem okkur foreldrum var lofað að öllum framkvæmdum yrði lokið 2021.

Sýnist mér á síðustu svörum að bærinn ætlar sér ekki að standa við það loforð, sýnist mér að hann ætli sér jafnvel ekki að fjarlægja raka og mygluskemmt byggingarefni í þaki Kringlunnar og Brúarlands auk þess sem töluvert er eftir að laga í mjög illa förnu íþróttahúsi.”

Eyrún Anna vísar til að Alþjóðaheilbrigðismálastofunin hafi metið svo að raki og örveruvöxtur í húsnæði og byggingarefnum sé áhættuþáttur fyrir heilsu. Finnst henni með öllu óskiljanlegt hvernig bæjarfélögum sé leyft að komast upp með að bjóða börnum og starfsfólki upp húsnæði sem er með örveruvexti. Nú séu liðin fjögur ár frá því að fyrsta skýrsla um myglu í skólahúsnæði Mosfellsbæjar.

„Ég skora á bæinn að klára framkvæmdir í sumar á skólahúsnæði Varmárskóla. Það er ekki forsvaranlegt að við leggjum upp í 5. skólaárið með myglu í þaki Kringlunnar og Brúarlands og mjög illa förnu íþróttahúsi sem telst til skólabygginga Varmárskóla. Bæði kennarar og börn hafa sýnt töluverð einkenni þó þau hafa minnkað mikið eftir þær lagfæringar sem hafa verið gerðar, þetta hefur gríðarleg áhrif á líðan einstaklinga sem eru með óþol fyrir myglu og fjölskyldur þeirra – nú er bara að klára þetta!“

- Auglýsing -

Birgitta tekur undir með Eyrúnu segir syni sína hafa verið óvenjuoft veika frá því að þeir byrjuðu í skólanum í lok afpríl 2021. „Þetta akkúrat einkenni sem hann hefur verið með. Ég tek það fram að þeir eru báðir heilsuhraustir og eru að jafnaði veikir 1x á ári. Þetta er því mjög alvarlegt mál!“

Óskar segir ástæðulaust að bíða, bæjarstjórinn beri ábyrgð og hann beri að kæra persónulega. ,,Þetta lið þarf að vera á svo háum launum vegna alla ábyrgðina sem þau hafa.“

„Jæja nú er kominn tími á að taka ábyrgð.“

Ekki eru þó allir sammála og segir Aron EFLU vera peningamaskínu og kallar þá sem kalla eftir breytingum á húsnæði „öfgaminnihlutahóp“. Um sé að ræða árásir einstakra einstaklinga á Varmárskóla og eigi þeir að skammast sín.

- Auglýsing -

Sigrún segir aftur á móti að við myglu í skólamannvirkjum verði að bregðast eins og náttúruhamförum, það þýði strax. „Fyrir óþroskuð lungu barna er þessi óværa sérstaklega hættuleg og lausatök því ekki valkostur.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -