Fimmtudagur 28. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Eyþór Arnalds: „Þetta mál er allt saman eins og lyginni líkast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Málefni malbikunarstöðvarinnar Höfða hafa verið í brennidepli að undanförnu, en deilur hafa staðið um væntanlega eða mögulega staðsetningu hennar og flutning til Hafnarfjarðar. Áætlaður flutningur stöðvarinnar til Ásvalla í Hafnarfirði hefur vakið upp hörð viðbrögð íbúa hverfisins, og virðast íbúar á einu máli um að þeir vilji ekki fá mengandi verksmiðju inn í vaxandi fjölskylduhverfi. Meðal annars hefur verið settur í gang undirskriftarlisti gegn fyrirhuguðum flutningi Höfða frá Reykjavík til Hafnarfjarðar.

Mannlíf náði tali af oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Eyþóri Arnalds.

Eyþór er spurður hvort það geti raunverulega verið satt að Reykjavíkurborg sé nánast í myrkri nætur að lauma malbikunarstöð bakdyramegin inn í Hafnarfjörð, eins og haldið hefur verið fram af meirihlutanum í Hafnarfirði sem er undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar?

„Já, það virðist vera og þetta mál er allt saman eins og lyginni líkast,“ segir Eyþór og bætir við:

„Í fyrsta lagi er það  tímaskekkja að Reykjavíkurborg sé að reka malbikunarstöð í samkeppni við aðila á markaði. Og í raun fáránlegt með öllu.“

Eyþór nefnir að „borgin er að kaupa malbik af sjálfri sér eins og Sambandið sáluga á síðustu öld. Borgin hefur gerst brotleg við lög um opinber útboð í ýmsum málum undanfarið.

- Auglýsing -

Það var lagt upp með að skoða sölu á Malbikunarstöðinni Höfða í byrjun kjörtímabilsins en núna á að fjárfesta í að flytja reksturinn í Hafnarfjörð þrátt fyrir að Malbikunarstöðin Höfði sé með vilyrði fyrir lóð við Esjumela.“

- Auglýsing -

Eyþór nefnir einnig að Reykjavík eigi nóg land til:

„Malbikunarstöðin Höfði fékk lóð í Reykjavík – sem er nú meira heldur en margir fá – en nú á ekki að nota hana. Það þarf dálítið mikið til að borgin sjálf geti ekki rekið eigið fyrirtæki í Reykjavík; borgin á gríðarlegt land, enda langstærsta sveitafélagið. En af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, ja, jafnvel dullarfullum ástæðum, hefur meirihlutinn verið að reyna að lauma stórri malbikunarstöð til nágranna okkar í Hafnarfirði. Mér finnst það frekar ódrengilegt að koma ekki hreint fram. Og borgastjóri forðast að tjá sig um málið, opinberlega eða annars staðar. Það er stundum þannig að þegar fólk er með slæma samvisku að  þá lætur það svona.“

Eyþór hefur verið í sambandi við Hafnfirðinga vegna málsins og segir að „ég hef heyrt óformlega í fólki í Hafnarfirði – og því er brugðið Mér finnst þetta vera vinnubrögð fyrir neðan allar hellur. Kjörnir fulltrúar eiga ekki að koma svona fram á bakvið tjöldin. Sjálfstæðismenn í Reykjavík voru og eru á móti þessum málatilbúnaði, frá upphafi og við vildum selja malbikunarstöðina. Okkur finnst stórskrýtið að Viðreisn sé að vasast í þessu máli, flokkur sem segist styðja frjálsan markað. Það þarf að hætta þessari leyndarhyggju og kryfja þetta til mergjar og fá allt varðandi það upp á yfirborðið. Kjósendur í Reykjavík og íbúar í Hafnarfirði eiga það skilið.“ segir Eyþór Arnalds.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -