Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Fá „endalausar inngöngubeiðnir“ í brauðtertufélagið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er svolítið retró að bjóða upp á brauðtertur,“ segir Erla Hlynsdóttir, annar stofnanda Brauðterufélags Erlu og Erlu. Félagið var stofnað í gríni um helgina til að auka veg brauðtertunnar.

Vinsældir hópsins eru gríðarlegar en um 150 meðlimir gengu í hópinn strax fyrstu helgina.

Líflegar umræður hafa spunnist í hópnum um allar hliðar brauðtertugerðar og menningar. Þannig mátti hópurinn taka afstöðu til stærri mála eins og hvort telja megi heita brauðrétti með í virkni hins nýja félags.

Almennt virtust meðlimir hópsins tilbúin að halda heitum brauðréttum með í starfsemi félagsins. „Það er vantar eitthvað í fólk sem ekki elskar brauðtertur,“ segir einn meðlimur hópsins. Þá má finna finna myndir af hefðbundnum brauðtertum, hringlaga og jafnvel risastórri tertu í formi krókódíls í hópnum.

„Þetta byrjaði bara sem grín sko hjá mér og Erlu Gísladóttur nöfnu minni,“ segir Erla og rekur hvernig hún las hjá vinkonu sinni á föstudagskvöld að ekkert gengi að finna hóp á Facebook sem tileinkaður er þessum mikla veislumat.

Erla Gísladóttir, brauðtertuáhugakona, lífskúnstner og annar stofnandi brauðtertuhópsins.

„Ég grínast í henni að ef hún finni svona hóp þá vilji ég vera með í honum,“ segir Erla Hlynsdóttir. „Hún svarar í gríni – eða þannig tek ég því – Já, tökum málið í okkar hendur og stofnun brauðtertufélagið. Ég er til, segi ég. Brauðtertufélag Erlu og Erlu er stofnað á meðan við erum að spjalla. Ég tók mig til stofna bara hópinn og finn þessa fínu brauðtertumynd. Ég kalla þetta bara Brauðtertufélag Erlu og Erlu sem mér finnst alveg frábært nafn. Síðan allt í einu er komið fullt af fólki. Ég sagði við Erlu að ég hefði haldið að það myndu kannski koma svona tíu manns. Síðan hafa bara komið endalausar inngöngubeiðnir.“

„Mér finnst maður ekki sjá þetta nógu oft í veislum.“

Erla segir meðlimi hópsins aðallega vera að deila myndum enn sem komið er. – Erla segir klárt mál að brauðtertur séu að koma aftur. „Mér finnst maður ekki sjá þetta nógu oft í veislum. Það eru allir orðið með einhvern nútískumat,“ segir Erla og bætir við að þetta sé að breitast.

- Auglýsing -

Sjálf hefur Erla ekki langt að sækka brauðtertueldmóð enda sé móðir hennar sé afar fær í gerð slíkra terta. „Hún starfaði sem smurbrauðsdama í Norræna húsinu í gamla daga. Hún gerir rosa flottar brauðtertur á meðan ég er algjör amatör við hlið á henni.“

Mikla vinsældir Brauðtertunnar kom stofnendum á óvart. „Ef þetta eru viðtökurnar. Fyrst fólk er svona áhugasamt þá verðum við klárlega að gera eitthvað meira úr þessu. Ég var til dæmis í fyrsta skiptið núna um helgina að lesa uppskrift af ítalskri brauðtertu þar sem eru sólþurrkaðir tómatar og beikon. Allskonar sem ég hef bara ekki smakkað á brauðtertu áður,“ segir Erla spennt.

Erla Hlynsdóttir starfaði lengi sem blaðakona en er í dag framkvæmdastýra Pírata. Hún segir þennan klassíska veislumat vinsælan meðal flokksmanna. „Þær eru það nefnilega. Í kosningabaráttunni núna í fyrra þá vorum við iðulega með brauðtertur á viðburðum hjá okkur. Ég bauð kosningastjóranum þáverandi og núverandi upplýsingastjóra flokksins að vera í hópnum.“

- Auglýsing -

Brauðtertufélag Erlu og Erlu má finna hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -