Fimmtudagur 28. mars, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Faðir Bóelar var aðeins 61 árs og hún kom að honum blóðugum: „Öskra á mömmu að koma ekki niður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristborg Bóel Steindórsdóttir þáttagerðarkona kom að föður sínum blóðugum í stiganum þar sem blæddi úr öllum vitum. Hann var látinn þremur vikur síðar.

Bóel, eins og hún er oftast kölluð, ræddi erfiðan uppvöxt sinn á alkóhólistaheimili í viðtali við Fréttablaðið. Þar ræðir hún einnig skilnaðina tvo sem hún hefur gengið í gegnum, hið andlega þrot sem hún upplifði og hversu mikið ADHD-greining hennar á fullorðinsárum breytti lífinu.

Bóel ólst upp á heimili með áfengissjúkum föður og móður sem flúði vandann í miikla útivinnu. „Á mínum uppvaxtarárum varð ég aldrei vitni að átökum eða neinu ljótu, en ég ólst upp við mikla vanvirkni og var mikið ein að redda mér. Það voru allir að gera sitt besta en pabbi var þó ekki að sinna föðurhlutverkinu og mamma líklega að flýja sínar aðstæður með mikilli vinnu og lítilli samveru,“ segir Bóel.

Eftir þetta fór allt versnandi, hann drakk meira, datt oftar út, flosnaði upp úr vinnu og einangraði sig

Þegar Bóel var á unglingsárum fór sjúkdómur föður hennar versnandi og á endanum var þannig komið fyrir honum að hann treysti sér ekki lengur í nein verk. „Við feðginin áttum það sameiginlegt að elska skötu svo ég plataði pabba oft til að elda hana fyrir mig. Þegar ég var komin heim tilkynnti hann mér að hann gæti ekki eldað, því hann treysti sér ekki til að setja skötuna í útvötnun. Verknaðurinn að fara í frystikistuna, taka upp skötubörð og setja í skúringafötu með köldu vatni var honum ofviða. Ég skildi þetta auðvitað ekki og þetta var fyrsta minning mín um að það væri virkilega eitthvað í ólagi. Og eftir þetta fór allt versnandi, hann drakk meira, datt oftar út, flosnaði upp úr vinnu og einangraði sig,“ segir Bóel og bætir við:

Hér er Bóel á góðri stundum með börnunum fjórum. Hún hefur gengið í gegnum tvo skilnaði og algjört þrot.

„Hann fékk mikið af geðlyfjum og tók þau ofan í áfengið. Ég man eftir að hafa oft hugsað þegar síminn hringdi að nú væri þetta búið. Jafnvel læddist að mér sú hugsun að það yrði léttir fyrir alla. Svo líður manni hræðilega að hugsa svona, en það er staðreynd að þessi sjúkdómur heltekur fjölskyldur.

Á endanum fór svo að faðir Bóel var lagður inn á geðdeild. Þar sinnti Bóel honum.„Ég var þá ekki nema 19 ára en sinnti umönnunarhlutverki gagnvart manni sem vildi stundum ekki sjá mig, var stundum glaður, stundum grátandi og stundum mátti ég ekki yfirgefa hann,“ segir Bóel.

Þegar ég kom að honum lak blóð úr öllum vitum

- Auglýsing -

Bóel hafði litla trú á árangri þegar faðir hennar tilkynnti honum að hann ætlaði í meðferð. Honum tókst hins vegar að halda sér edrú í tvö ár en þá dundu ósköpin yfir. „Ég var uppi að prjóna þegar ég heyri pabba koma og hann segist vera að sækja eitthvað. Í framhaldi heyri ég þann hæsta dynk sem ég hef nokkru sinni heyrt. Ég rýk fram og lít niður stigann þar sem ég sé pabba liggja hreyfingarlausan. Líklega hefur hann verið á leið upp og fengið aðsvif þó við vitum það ekki, og dottið úr tröppunum beint aftur fyrir sig og fallið á hnakkann á steingólfið fyrir neðan. Þegar ég kom að honum lak blóð úr öllum vitum en í sömu andrá kom mamma inn með strákinn og ég öskra á hana að koma ekki niður,“ segir Bóel.

Aðkoman eftir fallið var lengi greipt í huga Bóelar. Það blæddi mikið inn á heila föður hennar og var hann fluttur með þyrlu á sjúkrahús. „Við sátum yfir honum í þrjár vikur eða þar til hann lést, aðeins 61 árs.“

Bóel bætir við að auðvitað hafi verið sorglegt að missa föður sinn, þegar hann loks hafði tök á að lifa lífinu. Hún er samt sem áður afar þakklát fyrir þann tíma sem hann náði að vera edrú, áður en hann féll frá.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -