• Orðrómur

Færeysk kona í ógöngum á gatnamótum í Hafnarfirði – Friðarins maður skarst á hendi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kona lenti í ógöngum í Hafnarfirði þegar hún reyndi að aka yfir gatnamót. Hún fipaðist og hafnaði á staur. Konan sagði lögreglunni að í Færeyjum, þar sem hún býr, væru ekki svona stór og mikil gatnamót og hún hefði þess vegna orðið ringluð og lent utan vegar. Blessunarlega sluppu ökumaður og farþegar vð meiðsli.

Í miðborginni slasaðist friðarins maður á hendi. Hann sagði lögreglunni að hann hefði fengið áverkana er hann reyndi að stöðva slagsmál milli tveggja manna sem hann þekkti ekki.  Sagðist hafa náð að flýja á hlaupum frá árásaraðila.

Tveir menn voru handteknir í miðborginni fyrir brot á lögreglusamþykkt.  Þeir voru drukknir og eru einnig grunaðir um smáþjófnað  úr verslun.  Mennirnir voru fluttir á lögreglustöð og læstir inni í fangaklefa. Þeir svara til saka þegar líður á morguninn.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -