Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Færri greinast með krabbamein af völdum reykinga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í ársskýrslu Krabbameinsfélagsins kemur m.a. fram að íslenskt heilbrigðiskerfi standi frammi fyrir miklum áskorunum næsta áratuginn enda er áætlað að nýgreind krabbameinstilfellum fjölgi um fjórðung til ársins 2030. Ástæðan er breytt aldurssamsetning þjóðarinnar en hlutfall aldraðra fer hratt hækkandi. Árið 2017 greindust um 1600 Íslendingar með krabbamein, en 2030 er áætlað að fjöldinn verði 2000.

Það er því mikilvægt að finna leiðir til að draga úr þróuninni en breytingar á lífsháttum geta dregið úr hættunni á að fá krabbamein um allt að 50%. Þættir eins og að neyta áfengis aðeins í hófi, borða hollan og fjölbreyttan mat og reglulega, forðast ofþyngd, hreyfa sig reglulega, stunda öruggt kynlíf og gæta þess að brenna ekki í sól ásamt því að stunda sólböð aðeins í hófi geta dregið úr áhættu.

Sá þáttur sem er þó mikilvægastur í þessu samhengi er að reykja ekki. Íslendingum sem hættir eru að reykja eða hafa aldrei reykt hefur fjölgað ört undanfarna áratugi og hafa forvarnir og hertari reglur um sölu og neyslu tóbaks skilað ótvíræðum árangri.

Nýgengi reykingatengdra krabbameina lækkar

Elínborg Jóna Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá krabbameinsskrá staðfestir í samtali við Mannlíf að nýgengi krabbameina af völdum reykinga fari lækkandi.

„Staðfest er að reykingar séu áhættuþáttur í myndun nokkurra tegunda krabbameina í öndunarvegi, nýrum, þvagvegum og brisi,“ segir Elínborg og bætir við að til viðbótar sé ætlað að þau hafi áhrif á myndun krabbameina í lifur, maga, leghálsi og hvítblæði en það sé óstaðfest. „Ætla má að 2/3 þessara krabbameina sem orsakast nú af reykingum séu í lungum og 1/6 í þvagvegum, samtals yfir 80% reykingatengdra meina.“

Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá eru yfir 80% meina í lungum talin orsakast af reykingum og rúmlega 40% meina í þvagvegum.

- Auglýsing -

„Nýgengi lungnakrabbameins hætti að hækka þegar draga tók úr reykingum, en það var á hraðri uppleið fram að því,“ útskýrir Elínborg. Hún segir jafnframt að hjá körlum hafi nýgengið aukist fram til 1985 og haldist nokkuð stöðugt í mörg ár. „Það hefur nú farið lækkandi frá aldamótunum. Hjá konum jókst nýgengið einnig fram til 1985 á sama hraða og hjá körlunum, þá tók við tímabil með hægari hækkun fram til 2012 en síðan þá hefur nýgengið hjá konum farið lækkandi.“

Ef lækkun nýgengis lungnakrabbameins er skoðað eftir aldurshópum þá sést að hjá báðum kynjum undir 60 ára hefur verið lækkun frá 2005. Lækkun hefur einnig mælst hjá körlum í aldurshópnum 60-69 ára frá 1983 og hjá körlum eldri en 70 ára frá 2009.

Nýgengi lungnakrabbameins hjá konum í sömu aldurshópum hefur hins vegar verið að lækka allra síðustu ár.

- Auglýsing -

„Stórir hópar af yngra fólki hafa aldrei reykt eða hættu mjög snemma og það endurspeglast í því að lækkun nýgengis lungnakrabbameins kemur fyrr fram hjá yngri aldurshópum. Hjá eldri hópunum hefur aftur á móti stór hluti verið reykingamenn og þótt áhættan lækki umtalsvert við að hætta þá hverfur hún ekki alveg,“ segir Elínborg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -