Fimmtudagur 23. júní, 2022
6.8 C
Reykjavik

Fagfjárfestar fengu afslátt á hlut ríkisins í Íslandsbanka – Hvað er fagfjárfestir?

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Margir hafa velt fyrir sér hvað felist í titlinum fagfjárfestir en orðið hefur verið mikið í umræðunni í tengslum við kaupendur hluta ríkisins í Íslandsbanka en Mannlíf ákvað að finna út úr því.

Líkt og alþjóð veit seldi Bankasýsla ríkisins 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka á dögunum en kaupendur fengu hlutinn á talsverðum afslætti. En hverjir keyptu hlutinn? Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að lífeyrissjóðir hafi verið meðal kaupenda en svo hafi fagfjárfestar einnig tekið þátt í kaupunum. En hvað er fagfjárfestir? Hver er munurinn á almennum fjárfestum og fagfjárfestum?

Samkvæmt skilgreiningu Kviku, fjárfestingabanka eru viðskiptamenn flokkaðir í þrjá flokka. Það eru viðurkenndir gagnaðilar, fagfjárfestar og almennir fjárfestar.

Í pdf skjali sem finna má á kvika.is segir: Með fagfjárfestum er átt við viðskiptamenn sem búa yfir reynslu, þekkingu og sérfræðikunnáttu til að taka sjálfir ákvarðanir um fjárfestingar og meta
áhættuna sem þeim fylgir.

Þá segir einnig að þeir sem teljist til fagfjárfesta séu eftirtaldir aðilar:

a) Lögaðilar, hér á landi eða erlendis, sem hafa starfsleyfi eða sinna lögbundinni
starfsemi á fjármálamörkuðum, þ.m.t. fjármálafyrirtæki og fyrirtæki tengd
fjármálasviði, vátryggingafélög, sjóðir um sameiginlega fjárfestingu og
rekstrarfélög þeirra, lífeyrissjóðir og rekstrarfélög þeirra eftir því sem við á,
seljendur hrávöru og hrávöruafleiðna, staðbundnir aðilar og aðrir
stofnanafjárfestar.
b) Stór fyrirtæki sem uppfylla a.m.k. tvö af eftirfarandi skilyrðum:
i. Heildartala efnahagsreiknings er 20 milljónir evra eða hærri.
ii. Hrein ársvelta er 40 milljónir evra eða meiri.
iii. Eigið fé er 2 milljónir evra eða meira.
c) Ríkisstjórnir og sveitarstjórnir, seðlabankar og alþjóðastofnanir, svo sem
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki Evrópu, Fjárfestingarbanki Evrópu
og aðrar sambærilegar alþjóðastofnanir.
d) Aðrir stofnanafjárfestar sem hafa það að aðalstarfi að fjárfesta í
fjármálagerningum, þ.m.t. aðilar sem fást við verðbréfum eigna eða önnur
fjármögnunarviðskipti.

- Auglýsing -

Og þá vitum við það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -