Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Fagradalsfjall hafði áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum – Mikill óróleiki í fjallinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allra augu beinast nú að Fagradalsfjalli í nágrenni Grindavíkur, þaðan sem jarðskjálftarnir eiga upptök sín og eldgos gæti verið að bresta á. Nóttin var óróleg. Jarðskjálfta­virkni þar jókst um­tals­vert í gær­kvöldi og stóð aukin virkni yfir frá um klukk­an 18-23. Laust eft­ir miðnætti, eða um klukk­an 00.22, hófst órói sem stóð yfir í um 20 mín­út­ur. Skömmu síðar mæld­ist skjálfti af stærð 3,8. Tals­verð virkni var eft­ir þann skjálfta, meðal ann­ars mæld­ist skjálfti af stærð 3,0 kl 00.55. Klukk­an 01.40 varð skjálfti af stærð 4,1 og nokkru seinna, klukk­an 02.02 mæld­ist skjálfti af stærð 5,0. Fólki í grenndinni varð því ekki svefnsamt. Upptökin eru um  9 kílómetra frá Grindavík og Vogum.

Fagradalsfjall á sér merkilega sögu. Atburður þar breytti heimssögunni. þann 3. maí 1943, fórst bandarísk sprengjuflugvél, B-24D Liberator, sem bar nafnið „Hot Stuff“ á Fagradalsfjallii. Flugvélin var á heimleið til Bandaríkjanna í fyrirhugaða sigurför sem fyrsta sprengjuflugvélin sem hafði náð ósködduð að fljúga 25 árásarferðir frá Bretlandi yfir meginland Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Frá þessu segir á vefsíðunni keilir.net.

Margar slíkar flugvélar skotnar niður af orrustuflugmönnum Þjóðverja og hét Bandríkjaher áhöfnum sprengjuflugvéla sem lykju 25 árásarferðum að þeir fengju að snúa heim. Áhöfn „Hot Stuff“ var sú fyrsta til að ná þessum merka árangri og var á heimleið þegar ógnaratburðurinn varð.

Fjórtán manns, þeirra á meðal var Frank M. Andrews hershöfðingi og æðsti maður herafla Bandaríkjanna í Evrópu sem var á leið til Washington til þess að leggja á ráðin um undirbúning innrásar Bandamanna á meginland Evrópu. Einn maður lifði slysið af, George A. Eisel stélskytta.

Við fráfall Andrews tók Dwight D. Eisenhower hershöfðingi við sem æðsti maður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og alls herafla bandamanna í Evrópu og stjórnaði innrásinni í Normandí árið eftir. Eisenhower varð forseti Bandaríkjanna á árunum 1953. Frækileg framganga hans sem arftaki Andrews tryggði honum að nokkru marki þær vinsældir sem hann þurfti til að sigra í kosningunum. Fluglysið á Fagradalsfjalli varð sá örlagavaldur að hafa áhrif á það hver settist í valdamesta embætti heimsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -