Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Falin neysla á Íslandi – Kókaín í stað kampavíns – ,,Konan mín er frekar hrædd við þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar orðið fíkniefnaneysla kemur upp í hugann hugsa flestir til utangarðsfólks og dópgrena. En neyslan er mun víðtækari en það. Stór hópur tekjuhærri einstaklinga tekur reglulega kókaín. Þetta er fólkið sem hefur efni á því og notar það ekki daglega heldur við einu sinni til þrisvar í viku. Oft er um að ræða neyslu í matarboðum, á fundum með erlendum aðilum og fjárfestum og vinum.

Mannlíf ræddi við karlmann á fimmtugsaldri sem hefur komið sér afar vel fyrir í lífinu. Hann á konu, fjögur börn, tvo bíla og gengur afar vel í viðskiptum. Hann býr í einbýlishúsi í betri hluta bæjarins og á afar virkt félagslíf. Hann viðurkennir að hafa látið Covid samskiptabannið hafa lítil áhrif á líf sitt.

,,Jú jú, maður passar betur hverjum maður býður heim en ég er í þeim bransa að geta ekki látið viðskiptasambönd mín deyja út af Covid.” Hann segir að líf í slíkum heimi sé kókaín einfaldlega jafn eðlilegt og kampavín.

Eins og góður eftirréttur

,,Við bjóðum heim eða erum boðin til byrgja eða viðskiptavina. Yfirleitt í heimahús en einnig stundum í sumarhús. Það er fordrykkur, svo smá í nefið, svo matur og aftur í nefið og þannig getur þetta gengið fram á morgun. Það finnst það engum stórmál eða hneykslast, þetta er bara partur af félagslífinu. Erlendis er þetta jafnvel enn eðlilegra, eins og að fá sér góðan eftirrétt. Þetta er allt spurning um að kunna sér hóf og hafa reynslu af hvaða efni er gott og hvað er rusl.”

Aðspurður hvaðan þau fái efnið vill hann fátt segja. ,,Maður þekkri mann sem þekkir mann og smám saman myndast traust. Þegar það er komið á ákveðið stig og seljandinn veit að maður er borgunarmaður fyrir efninu og getur jafnvel bætt í kúnnahópinn bætist við heimsendingaþjónusta”.

Hann bætir við að með árunum hafi hann lært hver selji ,,gott” efni og hverjir ekki. ,,Það hefur verið reynt að svindla á manni en það er fljótt að spyrjast út og þá ertu búinn að missa þennan kúnnahóp.”

- Auglýsing -

Það hefur heyrst að erfiðara sé að ná sér í efni eftir að flug var takmarkað, hvað hefur hann að segja um það? ,,Nei, ég hef ekki fundið fyrir því. Það hefur allavega ekki verið erfiðara fyrir mig að ná í efni.

Hann vill taka fram að hann sé ekki virkur fíkniefnaneytandi enda myndum fáum detta það í huga við að hitta þennan huggulega mann.

„Ég held að fólk hafi í sér þetta fíknigen eða ekki. Sjálfur er ég viss um að hafa það ekki og á ekki í neinum vandræðum að fara í gegnum daga og vikur án þess að taka í nös.” Sjálfur segist hann ekki mæla með þessu, þetta sé dýr ávani og ekki fyrir alla. ,,Konan mín er frekar hrædd við þetta og ég skil það vel enda mikil fíkn í hennar fjölskyldu. En ég held að almenningi yrði brugðið ef það vissi umfangið, því get ég lofað.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -