Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Fangelsaðir fyrir umfangsmikið sæðissmygl

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir danskir svínabændur voru í vikunni úrskurðaðir í fangelsi fyrir ítrekað smygl á svínasæði til Ástralíu. Slík brot eru litin mjög alvarlegum augum í Ástralíu.

Höfuðpaurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi en samverkamaður hans tveggja ára. Mennirnir höfðu með reglulegu millibili tekið sæði úr dönskum svínum, dælt því á sjampóbrúsa og flutt með sér til Ástralíu til að sæða ástralskar gyltur.

Mennirnir störfuðu fyrir svínabú sem kallast GD Pork og er staðsett í vesturhluta Ástralíu. Alls sæddu þeir upp undir 200 gyltur með danska sæðinu og gátu þær af sér um 2 þúsund grísi af því er fram kemur á fréttavefnum The Local. Dönsku svínin eru sögð frjósamari og gefa af sér betri afurðir en þau áströlsku.

Í ákæru gegn mönnunum segir að framferði þeirra hafi ógnað bæði áströlskum svínaiðnaði og áströlsku vistkerfi. Með innflutningnum hafi þeir skapað hættu á að flytja nýja og áður óþekkta sjúkdóma til landsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -