Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Hefur lifað í samfelldum ótta undanfarna 17 mánuði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jane Lumeah, móðir Nöru Walker, segir að fangelsisvistin á Íslandi hafi vissulega tekið á dóttur sína en að sama skapi hafi hún fengið tækifæri til að uppgötva sjálfa sig.

Nara Walker, áströlsk kona sem var dæmd í 18 mánaða fangelsi hérlendis fyrir að bíta hluta tungunnar úr eiginmanni sínum, ætlar að freista þess að fá málið tekið upp hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Hún gæti átt yfir höfði sér brottvísun eftir að afplánun lýkur. Þetta segir Jane Lumeah, móðir Nöru, en Fangelsismálastofnun hafnaði beiðni Mannlífs um að ræða við Nöru og var vísað til hagsmuna brotaþola, það er eiginmanns hennar, við þá ákvörðun og þess hversu stór hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn.

Jane segir að fangelsisvistin hafi vissulega tekið á Nöru en að sama skapi hafi hún fengið tækifæri til að uppgötva sjálfa sig. „Hún hefur sagt að fangelsið sé í raun öruggara en hjónaband hennar. Hún hefur nýtt tímann vel, hún hefur skrifað, æft og málað. Hún fær að hringja í mig á Skype einu sinni í viku. Það er eins og veisla fyrir mér. Þegar við tölum saman sé ég að hún er að reyna að gera það besta úr stöðunni en ég sé líka að þetta er henni erfitt, að vera aðskilin frá vinum sínum, einangruð, ófrjáls.“

Jane segir að til að bæta enn á óvissuna hafi Nöru borist bréf þar sem henni var tilkynnt að hafið sé ferli um mögulega brottvísun úr landi eftir að afplánun lýkur. Slík niðurstaða gæti þýtt miklar hömlur á ferðafrelsi hennar í Evrópu, segir Jane sem býst þó við að Nara snúi aftur til Ástralíu eftir að hún hefur setið af sér dóminn. „Hún þarf tíma með fjölskyldu sinni til að jafna sig. Hún hefur lifað í samfelldum ótta undanfarna 17 mánuði. Hún hefur þurft að glíma við aukin einkenni áfallastreituröskunar, áralangt ofbeldi og nú síðast réttarhöldin sem virðast framlenging á misnotkuninni.“

„Hún þarf tíma með fjölskyldu sinni til að jafna sig. Hún hefur lifað í samfelldum ótta undanfarna 17 mánuði.“

Jane býst þó ekki við að hún verði heima lengi. Eitt af fyrstu verkum Nöru verði að fara með málið skrefi lengra, til Strassborgar. „Hún ætlar með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hún vill gera það, ekki bara sín vegna heldur einnig fyrir þær konur sem hafa þurft að ganga í gegnum sömu reynslu. Hún vill að lögin veiti konum sem hafa þurft að sæta heimilisofbeldi meiri vernd.“

Lestu lengra viðtal við Jane hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -