2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fann innbrotsþjóf í staðin fyrir draug

Bandarísk kona að nafni Maddie þurfti á aðstoð lögreglu að halda um helgina þegar hún kom að innbrotsþjóf í fataskáp sínum. Innbrotsþjófurinn hafði klætt sig í föt konunnar.

Maðurinn í skápnum er 30 ára gamall og heitir Andrew Clyde Swofford. Lögregla handtók hann á vettvangi en Maddie kveðst ekki hafa hugmynd um hvernig maðurinn komst inn í íbúð hennar þar sem útidyrahurðin er aldrei ólæst.

Maddie sagði í samtali við Fox 8 að hún hafði nokkrum dögum fyrir atvikið tekið eftir að nokkrar flíkur hennar höfðu horfið úr fataskáp hennar. Hana og meðleigjendur hennar grunuðu að draugur bæri ábyrgð á týndu flíkunum.

En það var á laugardaginn þegar Maddie heyrði hljóð sem barst út fataskáp hennar. „Ég sagði: „Hver er þar?“ og hann svaraði mér: „Ég heiti Drew,“ og ég opnaði hurðina og þá er hann þarna inni, klæddur í fötin mín. Og hann heldur á poka sem er fullur af fötum af mér,“ sagði hún í samtali við Fox 8.

Á meðan Maddie beið eftir lögreglunni talaði hún við innbrotsþjófinn og hélt honum uppteknum, svo hann myndi ekki flýja vettvang. „Hann mátaði hatt. Hann fór inn á baðherbergi og kíkti í spegil og sagði svo: „Þú er mjög falleg, má ég faðma þig?“. En hann snerti mig aldrei,“ útskýrði hún.

AUGLÝSING


Þótt ótrúlegt megi virðast er þetta ekki í fyrsta sinn sem Maddie og meðleigjendur hennar koma að ókunnugu fólki í íbúðinni því þann 19. desember komu þær að tveimur mönnum í stofunni og þær hafa ekki hugmynd um hvernig þeir komust inn.

Swofford situr nú í fangelsinu í Guilford í Connecticut með möguleika á að verða látinn laus gegn 26.000 dollara tryggingu.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is