2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fanney mun leiða lesendur inn í heim stjörnuspekinnar

Stjörnuspeki hefur verið Fanneyju Sigurðardóttur hugleikin í næstum tvo áratugi. Undanfarið hefur Fanney miðlað ýmsum fróðleik um stjörnuspeki til fylgjanda sinna á samfélagsmiðlum. Nú hefur Mannlíf fengið Fanneyju til liðs við sig og ætlar hún að skrifa reglulega pistla um stjörnuspeki og svara ýmsum spurningum sem kunna að vakna hjá lesendum.

 

Fanney hefur nú skrifað fyrsta pistil sinn fyrir Mannlíf þar sem hún leyfir lesendum að kynnast sér og sambandi sínu við stjörnuspekina.

Í pistli sínum segir Fanney frá því að geðhvarfasýki sem hún greindist með árið 2011 hafi orðið til þess að áhugi hennar á stjörnuspeki kviknaði.

„Ég var níu ára og var nú þegar byrjuð að finna fyrir einkennum sem 13 árum seinna voru skilgreind sem geðhvörf. Geðhvarfasýki er hægt að lýsa í grófum dráttum sem persónuleikabreytingu þar sem skiptast á geðhæðir (manía), geðlægðir (þunglyndi) og jafnvægi þess á milli. Ég var stöðugt að leita að sjálfri mér og ríghélt í fiskinn. Ég er fiskur. Ég er skapandi, næm og dreymin. Samband mitt við stjörnuspeki hefur haldist óslitið í bráðum tvo áratugi. Í leitinni að sjálfri mér spændi ég upp allar stjörnuspekibækur sem ég komst yfir og hef nú sankað að mér miklum fróðleik og upplýsingum um þessi áhugaverðu og skemmtilegu mannlífsfræði sem eru um 2.700 ára gömul eins og við þekkjum þau í dag en fyrsta stjörnuspáin er sögð hafa litið dagsins ljós fyrir um 2.400 árum,“ skrifar Fanney meðal annars í pistil sinn.

AUGLÝSING


„Ég ætla mér að leiða ykkur inn í heim hennar [stjörnuspekinnar] skref fyrir skref, pistil fyrir pistil, á Mannlíf.is. Ástin er gífurlega vinsælt viðfangsefni, ég mun skoða hana ásamt því að fjalla um afmælisbörn dýrahringsins hverju sinni.“

Lestu fyrsta pistil Fanneyjar fyrir Mannlíf hérna.

 

Sjá einnig: „Ég gafst upp á að streitast á móti sjúkdómnum“

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is