2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fannst látin á baðherbergisgólfinu

Pókerspilarinn Lilya Novikova er talin hafa látist af völdum raflosts.

Rússneski pókerspilarinn Lilya Novikova fannst látin á baðherbergi heimilis síns í Moskvu. Hún lést af völdum raflosts, 26 ára gömul. Þessu er greint frá á vef BBC.

Í rússneskum miðlum er sagt frá því að Lilya hafi verið að nota bilaðan hárblásara þegar hún fékk raflostið og féll í gólfið.

Það voru nágrannar Lilyu sem komu að henni látinni á baðherbergisgólfinu eftir að foreldrar hennar höfðu hringt í þau og beðið þau um að athuga hvort það væri í lagi með hana. Nágrannarnir höfðu lykil að íbúðinni.

Lilya var vinsæl í pókerheiminum en hún spilaði póker á Netinu. Hún lærði verkfræði í Bauman University í Moskvu.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is