• Orðrómur

Farsæl björgun við Akurey: „Það sem fór fram í gærkvöldi var sannarlega lífbjörgun“.

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Svartamyrkur, versnandi veður, staðsetning vituð en þarf samt að taka með fyrirvara. Þannig voru skilyrðin við upphaf útkalls gærkvöldsins,“ skrifar Jón Helgi Elínar Kjartans á Facebook-síðu sinni í dag.
Jón Helgi var einn björgunarsveitamannana sem björguðu fjórmenningum af skeri í gær eftir að slöngubátur þeirra strandaði á skeri sunnan við Akurey.
Þegar björgunarsveitamenn komu á vettvang sáu þeir að þrír mannanna voru komnir í sjóinn til þess að halda við bátinn því veðrið var orðið mjög slæmt.
Jón segir þá hafa áttað sig á því að á þessu skerjótta svæði í vonsku veðri yrði þetta ekki auðvelt verkefni.
„Eftir tvær misheppnaðar tilraunir til að kasta línu á milli mætti á vettvang jet-ski á okkar vegum sem gat tekið við línunni og komið henni á milli á sama tíma og hægt var að stilla bátnum þannig upp að það væri hagstæðast með tilliti til vindáttar og skerja á svæðinu. Færslan gekk vel og tókum við stímið út úr grynningunum og á sama tíma fór jet-skiið í það að ferja mennina sem þá voru komnir um borð í bátinn aftur, yfir til okkar þar sem við gátum hlúð að þeim inni í heitu stýrishúsinu.‘‘ segir Jón en það reyndist ekki vera endirinn á björguninni.

Festing gaf sig

„Svo gott sem á sama tíma og síðustu mennirnir voru að stíga um borð í Sjöfn, harðbotna bátinn sem við vorum á, gaf sig festing á bátnum sem var í togi og línan á milli losnaði sem þýddi að báturinn var aftur vélarvana á reki og nú með björgunarmann innanborðs sem hafði fært sig á milli til að búa til pláss á jet-skiinu fyrir skjólstæðinga okkar.  Á slíkri stundu munar miklu um að allir á vettvangi séu samhæfðir og hægt sé að taka ákvörðun hratt.“
Jet skiið sem enn var á staðnum náði sem betur fer bátnum í tog og biðu sjúkrabílar eftir þeim er í land var komið.

„Það er engum blöðum um það að fletta að það sem fór fram í gærkvöldi var sannarlega lífbjörgun,“ segir Jón en rekur hann einnig samskipti sem björgunarsveitamenn höfðu á meðan þessu stóð. Stöðugar upplýsingar voru gefnar til Aðgerðastjórnar björgunarsveita, vaktstöðvar Landhelgisgæslu auk þess að óska eftir aðhlynningu fyrir mennina í landi.

„Útkallið í gær fer svo án efa í minninga bankann sem eitt af þeim eftirminnilegri, ekki síst fyrir þær sakir að þetta var mitt 200. útkall fyrir Björgunarsveitin Ársæll.“Segir Jón að lokum en ljóst er að gríðarlegur hetjuskapur hafi átt sér stað þessa nótt.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -