Miðvikudagur 22. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Fasteignasölum fer fækkandi: „Ég myndi segja að verðbólga og vextir væru stærstu þættirnir“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fasteignasölum mun fækka talsvert árinu vegna minnkandi umsvifa á fasteignamarkaði.

Í venjulegu árferði ættu að seljast um 800 hundruð íbúðir á mánuði gér á landi; fyrstu tvo mánuði ársins 2023 eru þær innan við 900 hundruð, svo fækkunin er umtalsverð.

Óhætt er að segja fasteignamarkaðurinn á Íslandi hafi oftlega verið mjög líflegur; reyndar svo líflegur að Seðlabankinn hefur gripið til aðgerða, sem eru svo sannarlega farnar að bíta og fasteignasalar finna fyrir því; sala á húsnæði hefur dregist mikið og hratt saman.

Formaður Félags fasteignasala, Hannes Steindórsson, segir í samtali við ruv.is að þrír þættir valdi þar mestu um; vaxtahækkanir Seðlabankans; verðbólga og regla um að einungis megi ráðstafa ákveðnum hluta af ráðstöfunartekjum til húsnæðis.

„Ég myndi segja að verðbólga og vextir væru stærstu þættirnir.“

Hann bendir á að miðað við fólksfjölda væri ekki óeðlilegt að 800, jafnvel 1000 íbúðir væru seldar í mánuði hverjum; samanlagt voru þær innan við 900 í janúar og febrúar.

- Auglýsing -

Á öllu Íslandi eru fasteignasalar á sjöunda hundrað talsins.

Á undanförnum misserum hefur borið á því að íbúðir hafi verið seldar yfir ásettu verði; að margir hafi verið að bjóða í sömu eignina.

Hannes segir þetta hafa breyst.

- Auglýsing -

„Í desember var það hlutfallið 17,6 prósent sem fóru á yfirverði; í janúar var það komið niður í 12,6%. Og það mætti gera ráð fyrir því að yfirverð verði komið niður í 6-7% innan fárra mánaða.“

Hann segir þó ekki mikla ástæðu til að hafa áhyggjur til lengri tíma; nokkur mjög góð ár séu nú að baki; en Hannes telur að markaðurinn verði búinn að rétta úr kútnum innan 18 mánaða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -