Föstudagur 6. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Fé lagt til höfuðs Stefáni: Ísbjarnarbani fékk morðhótanir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Eftir þetta fékk ég morðhótanir alls staðar að úr heiminum. Sem dæmi settu dýraverndarsinnar í Kanada fé mér til höfuðs. Sem mér fannst reyndar skammarlega lítið. Ég lét þetta sem vind um eyru þjóta og brosti frekar út í annað,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og oddviti Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, um eftirmál þess þegar hann og félagar hanns felldu tvo ísbirni sama sumarið í Skagafirði. Stefán Vagn er í forsíðuviðtali við Fréttablaðið.

Hann stefnir nú á þing eftir að hafa fellt þingmann úr öruggu þingsæti og hreppt oddvitasætið sem Ásmundur Einar Daðason ráðherra skipaði áður. Stefán rifjar upp viðbrögðin við ísbjarnardrápunum. Málið er greinilega viðkvæmt því leynd er yfir því hver felldi birnina. Hann segir að það hafi aldrei verið og verði ekki gefið upp hver tók í gikkinn og felldi ísbirnina tvo þetta sumar.

Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn.

„Opinberlega var ég gerður ábyrgur fyrir því og kveinka mér ekki undan því,“ segir hann.
Þrálátur orðrómur gekk um að lögreglan í Skagafirði hefði fellt þriðja dýrið. Stefán segir
að sögur hafi verið á sveimi um að sá ísbjörn hafi verið felldur og grafinn í kyrrþey til að forðast uppnám. Stefán svarar í véfréttastíl.
„Ég held að það sé skemmtilegast að leyfa fólki að hafa sínar kenningar um það. Við höfum aldrei gefið neitt annað út nema að þriðji björninn hafi ekki fundist,“ segir Stefán við Fréttablaðið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -