2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fékk ekki inngöngu í eftirpartýið

Breska leikkonan Claire Foy fékk ekki inngöngu í eftirpartý eftir Emmy-hátíðina þrátt fyrir að halda á Emmy-verðlaunagrip sínum.

Leikkonunni Claire Foy var meinaður aðgangur í eftirpartý eftir Emmy-verðlaunahátíðina í síðasta mánuði. Fyrr um kvöldið hlaut Foy Emmy-verðlaun fyrir leik sinn í Netflix-seríunni the Crown þar sem hún leikur Elísabet Englandsdrottningu. En þrátt fyrir að hafa verið áberandi á verðlaunahátíðinni sjálfri fékk hún ekki inngöngu í eftirpartýið því hún gleymdi boðskortinu sínu.

Þessu greindi hún frá í The Tonight Show með Jimmy Fallon í gær. Hún sagði þetta hafa verið afar vandræðalegt, sérstaklega í ljósi þess að hún hélt á Emmy-verðlaunagripnum.

Hárgreiðslumaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Jonathan Van Ness kom Foy þó til aðstoðar á endanum og sannfærði dyraverði um að Foy ætti svo sannarlega heima í eftirpartýinu.

 

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is