2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fékk njálg af dótturinni: „Mig klæjaði svakalega mikið“

Leikkonan Kristen Bell var gestur í þættinum The Joel McHale Show fyrir stuttu og einhvern veginn barst það í tal að leikkonan hefði fengið njálg nýverið.

„Ég fékk orma í endaþarminn fyrir tveimur vikum, ég lýg því ekki. Þeir heita njálgur,“ segir Kristen í myndskeiði sem má sjá hér fyrir neðan.

Kristen hélt áfram og útskýrði að hún hefði smitast af dóttur sinni, sem er þriggja ára.

„Börnin manns fá þetta því þau setja hendurnar í munninn og ormarnir verpa eggjum,“ bætir Kristen við, en hún komst að því að njálgfaraldur væri í leikskóla dótturinnar þegar hún mætti þar einn daginn og búið var að rífa öll teppi af gólfum. Síðan lýsir hún því hvernig hún komst að því að dóttir sín væri með njálg.

„Maður þarf að fylgjast með og skoða kúkinn þeirra þegar maður skeinir þeim og auðvitað skeindi ég henni og fann lítinn, hvítan orm.“

AUGLÝSING


Aðspurð um hvort það hafi verið sársaukafullt að fá njálg stendur ekki á svörunum hjá leikkonunni.

„Nei, en mig klæjaði svakalega mikið.“

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is