Mánudagur 9. september, 2024
3.6 C
Reykjavik

Félags- og barnamálaráðherra undirritar samkomulag við Píeta samtökin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna, undirrituðu nýverið samkomulag um 15 milljóna króna framlag til rekstrar Píeta samtakanna. Kemur þetta fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Markmiðið er að styrkja Píeta samtökin til að standa straum af kostnaði við starfsemina sem felst í því að sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. Til samtakanna geta leitað einstaklingar í vanda og er þjónusta samtakanna gjaldfrjáls. Gefinn er kostur á allt að 15 viðtölum, en þörfin er metin í hverju tilviki fyrir sig. Enn fremur geta aðstandendur fengið allt að 5 viðtöl. Allar viðtalsmeðferðir hjá Píeta samtökunum eru veittar af fagfólki.

„Þessi styrkur gerir okkur kleift að halda áfram starfsemi okkar sem við teljum að sé búin að sanna sig. Þörfin er mikil og eftirspurnin eykst með hverri vikunni. Fyrir svona ung samtök skiptir stuðningur ykkar öllu máli og fyrir það erum við afar þakklát“ sagði Kristín við undirritunina.

„Það er afar mikilvægt að þjónusta sem þessi sé í boði hérlendis og að þeir sem þurfa á henni að halda geti gengið að henni á vísum stað. Starfsemi Píeta samtakanna hefur gefið góða raun og er ánægjulegt að geta tryggt þeim fjármagn til þess að halda starfinu áfram,“ sagði Ásmundur Einar.

Píeta samtökin hófu starfsemi sína vorið 2018 og eru staðsett að Baldursgötu 7 í Reykjavík. Alls fengu 336 einstaklingar viðtöl hjá samtökunum á síðastliðnu ári.

Heimasíða Píeta samtakanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -