Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Þórdís Kolbrún: „Fengi ég frekara fjármagn til að ráðstafa myndi ég ekki byggja upp her“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Utanríkisráðherra segir að umsvif á Keflavíkurflugvelli hafi aukist eftir innrás Rússa í Úkraínu, og eigi mjög líklega enn eftir að aukast þó nokkuð. Segir einnig að endurkoma bandaríska hersins hafi ekki verið rædd innan ríkisstjórnarinnar af neinni alvöru.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir og telur að leita verði leiða til þess að Íslendingar verði verðugri bandamenn, og að slíkt sé gert með öðrum hætti en að byggja upp her.

Hún segir að öll lönd hafi aukið útgjöld til öryggis- og varnarmála, og að Ísland eigi að gera það líka; hafi varnartengd útgjöld nú þegar verið aukin.

„Fengi ég frekara fjármagn til að ráðstafa myndi ég ekki ráðstafa því í að byggja upp her heldur í önnur verkefni,“ sagði Þórdís Kolbrún í spjalli við ruv.is.

Kemur fram að Arnór Sigurjónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, hafi látið hafa eftir sér í fréttum sjónvarps í gær að nauðsynlegt væri að stofan her hér á landi, en Arnór viðraði slíkar hugmyndir fyrst í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag.

Þórdís Kolbrún er ekki á sama máli og Arnór; segir hún enga almennilega umræðu hafa farið fram þess efnis að erlendur her komi á nýjan leik til Íslands, jafnvel þó umsvif á Keflavíkurflugvelli hafi aukist mikið; en Kkafbátaeftirlit hefur einnig aukist hér við land eftir innrás Rússa í Krímsskaga árið 2014.

- Auglýsing -

„Við sjáum að það er meiri áhersla á austurhluta Evrópu af augljósum ástæðum. Þannig að þetta snýst bara allt um eins og ég segi að vera í þéttu samtali og þétta enn frekar svona samstarf og hvernig við mátum okkur inn í það og við tökum því mjög alvarlega,“ sagði Þórdís Kolbrún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -