Sunnudagur 19. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Fengu Evrópuverðlaunin fyrir nýsköpun í kennslu: „þátttaka í alþjóðlegum þróunarverkefnum mikilvæg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arna Björk og skólateymið á þjónustumiðstöðinni eru himinlifandi með verðlaunin.

„Okkar hlutverk á þjónustumiðstöðinni var að útfæra hugmyndina frekar, búa til ítarlega umsókn, kostnaðaráætlun og ná samstarfi við hina skólana. Svo héldum við utan um fjármagnið sem verkefninu fylgdi og bárum faglega ábyrgð, en það voru gerðar ríkar kröfur um faglega vinnu.“

Verkefnið var samstarfsverkefni grunn- og framhaldsskóla frá þremur löndum; Danmörku, Finnlandi og Íslandi. Það var hlutverk Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða að stýra því í nánu samstarfi við Kvennaskólann í Reykjavík og Landakotsskóla.

Arna Björk Birgisdóttir, sálfræðingur og deildarstjóri fjölskyldumála hjá þjónustumiðstöðinni, hefur unnið að verkefninu frá árinu 2017, þegar Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Landakotsskóla, kom á fund hennar með hugmynd að verkefninu.

Ná fram sjónarmiðum nemenda
Lagt var upp með að þróa leiðir til að ná fram sjónarmiðum nemenda og brjóta upp eldri kennsluaðferðir. Meðal annars voru haldnir rýnihópar og kannanir lagðar fyrir nemendur, í því miði að ná til sem flestra nemenda. Var markmiðið að þeir fengju sterkari rödd í eigin námi. Þótti nálgunin bæði fersk og nýstárleg og henta nýrri kynslóð nemenda.

Arna segir „að mínu mati er þátttaka í svona stórum og alþjóðlegum þróunarverkefnum afar mikilvæg upp á starfsþróun og starfsánægju. Það er gott fyrir okkur sem störfum í skólaþjónustu að kynnast því hvernig málum er háttað í öðrum löndum og líka miðla af okkar reynslu. Við getum lært svo mikið hvert af öðru, myndað samstarfsbrýr innanlands og utan og kynnst nýju fólki, sem vonandi er til góðs fyrir nemendur okkar.“

- Auglýsing -

Hægt er að fræðast meira um verkefnið hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -