Þriðjudagur 23. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Ferð fjölskyldunnar á KFC í Mosó breyttist í martröð: Sýður á fólki eftir að Anny opinberaði söguna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það sýður bókstaflega á íslenskum neytendum eftir að Anny Kristinsdóttir fjallaði um för ungrar fjölskyldu á KFC í Mosfellsbæ til að gera sér dagamun. Anny keypti tvö barnabox og síðan fötu með kjúklingjaleggjum fyrir hina eldri til að gæða sér á en ákvað óska eftir brauði fyrir yngsta fjölskyldumeðliminn sem er aðeins um 1 árs. Barnið er ekki byrjað að borða kjúkling og bað móðirin hvort mögulegt væri að fá eitt hamborgarabrauð og setja á það örlitla kokteilsósu, því barnið hefur hvorki smekk fyrir frönskum né kjúklingakjöti. Fjölskyldan fékk sér síðan sæti til að eiga gæðastund saman.

Sú stund breyttist þó fljótt í martröð og síðan gremju, sem má í raun segja að standi enn. Anny tjáði sig fyrst í hinni vinsælu samfélagsmiðlagrúppu, Matartips! Þar greindi Anný frá að hún hefði beðið elstu dóttur sína að athuga hvort ekki væri mögulegt að kaupa eitt brauð og kokteilsósu. Dóttir Anný keypti brauðið og kom með nótuna til baka. Þegar Anny skoðaði kvittunina brá henni og blöskraði.

Niðurstaðan var þessi: Hamborgarabrauð stakt og þurrt og kokteilsósa kosta 998 krónur.

Anny segir: „EITT KALT og þurrt hamborgarabrauð með bókstaflega ENGU kostar 749kr. Aðeins minna en barnaboxið,“ segir Anny sem taldi í fyrst að öruggt væri að mistök hefðu átt sér stað. Ræddi hún málið við starfsfólkið í von um réttlæti. Staðfesti það okrið. Enginn misskilningur hafði átt sér stað.

Yngsta barnið með hið dýrmæta brauð

 

Anny segir að lokum að fjölskyldan hafi á öðrum veitingastöðum, stundum keypt brauð fyrir litla barnið og í þeim tilfellum, aldrei greitt meira en 300 krónur.

Fjölmargir tjá reiði sína og innlegg Önnu Maríu talar í raun fyrir hönd margra í Matartips. Hún segir: „Þið eruð að djóka er það ekki? Þetta er ógeðslegt okur, á bara brauði“

- Auglýsing -

Mannlíf hafði samband við KFC í Faxafeni og fékk staðfest eftir að starfsmaður fór yfir afgreiðslukassa að liðsmenn KFC selja þurrt og tómt hamborgarabrauð á nákvæmlega sama verði og stakur hamborgari kostar eða heilar 749 krónur.

Hvað segja lesendur Mannlífs í Neytendahorninu, er þetta okkur eða sanngjarnt?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -