Laugardagur 4. desember, 2021
-2.4 C
Reykjavik

Fimm manna fjölskylda flýr myglu -„Við erum í raun bara heimilislaus og allslaus.“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fimm manna fjölskylda í Hvalfjarðarsveit neyðist til að flytja úr leiguíbúð sinni vegna myglu. Þurfa þau að fleygja allri búslóð sinni.

Álfheiður Hildur Gunnsteinsdóttir og eiginmaður hennar, Guðlaugur Smári Jóhannsson, þurftu ásamt börnum sínum þremur að yfirgefa á dögunum íbúð sem þau höfðu verið að leigja. Ástæðan var sú að mygla kom upp í einu herbergi íbúðarinnar. „Það kom staðfest mygla í húsinu sem við vorum að leigja, í að minnsta kosti einu herbergi, í glugganum. Eigandinn skipti um glugga en ætlaði sér ekki að gera neitt meira.“

Álfheiður segir að hún og 11 ára dóttir hennar hafi fundið mikið fyrir myglunni. „Við höfum báðar verið mjög veikar. Þetta er farið að há dóttur minni rosalega. Ég var rétt í þessu að sækja hana í skólann.“ Einkennin hjá mæðgunum eru ekki eins enda fer mygla mismunandi í fólk. „Dóttir mín er með stanslausan kláða og engin ofnæmislyf hjálpa henni. Hún fær verki í húðina sem hlaupa oft um. Stundum er verkurinn við hálsinn, stundum við magann, stundum í bakinum, stundum á lærinu. Hún er búin að fara í alls kyns rannsóknir og leggjast inn á Barnaspítala Hringsins en það finnur enginn hvað er að.“

Álfheiður segir að þau séu nú loksins búin að hitta á lækni sem sé handviss um að þetta sé út af myglu.
Einkenni Álfheiðar eru önnur en hjá dóttur hennar eins og áður sagði.

„Ég er sem sagt að detta út af vinnumarkaði, í bili allavega. Ég hef verið með kvíða, heilaþoku, málstol og almennt orkuleysi og einbeitingarskort. Það er rosalegt að fá svona heilaþoku og málstol! Og svo er ég alltaf með skrítna verki og stundum doða, alltaf á vinstri hliðinni. Stundum í lærinu, stundum í handleggnum. Ég starfa á vinnustað fyrir fatlaða en ég bara þoldi ekki áreitið þar, bara engan veginn.“

Fjölskyldan. Á myndina vantar elsta barnið
Mynd: Guðrún Gunnsteinsdóttir

Álfheiður segir að þegar fjölskyldan heimsótti foreldra hennar norður á Strandir í sumar í 10 daga, hafi dóttur hennar stórbatnað á meðan. „En svo var þetta allt komið aftur tveimur dögum eftir að við komum aftur í íbúðina.“

- Auglýsing -

Því neyðist fjölskyldan til að flytja út og henda öllu sem hún á.

„Læknirinn okkar segir að við munum aldrei ná okkur, nema við flytjum út úr þessari íbúð. Við þurfum líka að henda öllu sem við eigum, öllu.“ Mannlíf spurði Álfheiði hvort það ætti líka við fatnað. „Þurfum að henda fötum og bara öllu sem við eigum,“ svaraði hún og virkaði nokkuð uppgefin. „Við erum í raun bara heimilislaus og allslaus.“

Vinir og vandamenn fjölskyldunnar hafa sett af stað söfnun fyrir þau og hægt er að sjá bankaupplýsingar hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

0123-15-039686 Kt 200377-3389

Sjá upplýsingar um áhrif myglu á heilsu fólks á vefnum Heilsutorg.is: Myglusveppir og heilsa

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -