Finna nýjan stað fyrir hjólabrautina vegna andmæla íbúa

Deila

- Auglýsing -

Margir íbúar Vesturbæjar mótmæltu því að hjólabraut yrði sett upp við Sörlaskjól.

Hjólabraut sem koma átti fyrir í nágrenni við sparkvöll á opnu svæði við Sörlaskjól verður komið fyrir á öðrum stað. Ákvörðun um það var tekin í síðustu viku vegna andmæla íbúa. Þetta segir í grein á vef Reykjavíkurborgar.

Miklar umræður sköpuðust um hjólabrautina í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Þar lýstu margir yfir áhyggjum sínum um að brautinni myndi fylgja ónæði.

Í greininni á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að ekki sé búið að finna nýjan stað fyrir hjólabrautina en að fjölmargar hugmyndir frá íbúum hafa borist.

Hjólabraut þessi fékk 400 atkvæði í kosningum íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt. „Brautin er einföld í uppsetningu og leggst einfaldlega á landið þar sem henni verður fundinn staður. Hún rís hæst um 1 metra frá jörðu,“ segir í greininni.

Þess má geta að samkvæmt upphaflegu hugmyndinni átti hjólabrautin að vera við Grandaskóla en hugmyndinni mun hafa verið hafnað af skólastjórnendum.

- Advertisement -

Athugasemdir