• Orðrómur

Fiskikónginum hótað – Sjómenn æfir: „Er ég niðurbrotinn: JÁ“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fiskikóngurinn, Kristján Berg, segir að sér hafi verið hótað ofbeldi eftir að hann skammaði sjómenn fyrir að afhenda fisk í drulluskítugum fiskikörum. Kristján segir á Facebook að viðbrögð sjómanna hafi verið hörð og gróf. Reiðir menn hringi í ítrekað í hann og ausi yfir hann svívirðingum.

Sjá einnig: Fiskikóngurinn: „Margir sjómenn sem eru algerir fokking DRULLUSOKKAR“

Rót málsins er færsla sem Kristján deildi á dögunum þar sem hann sagðist búinn að fá sig fullsaddan af því að fá viðbjóðsleg fiskikör. Hann sagði að sumir sjómenn væru drullusokkar og sóðar sem ættu ekki að umgangast matvæli. Kristján segist í dag niðurbrotinn en ætlar þó ekki að gefa eftir.

- Auglýsing -

„OFBELDI – Fagmaður- Drullusokkur –Hótanir Er ég niðurbrotinn. JÁ Ætla ég að gefast upp. NEI. Ég og mitt fyrirtæki höfum orðið fyrir miklu aðkasti, hótunum og leiðindum vegna greinar minnar um skítugar umbúðir utan um íslenskt hráefni. Ég og mitt fyrirtæki eigum ekki að vera píluspjald „drullusokkanna“ Orð mín hafa verið slitin úr samhengi,“ segir Kristján.

Hann segist alls ekki hafa verið að kalla alla sjómenn drullusokka. „ÞAÐ SEM ÉG SAGÐI OG MEINA. A) Fagmaður er sá sem gengur vel um íslenskt hráefni af virðingu og með stolti. Setur í hreinar umbúðir, kælir vel afurðirnar, og gengur almennt vel um íslenskar auðlindir. Svoleiðis vill ég að allir séu. B) Drullusokkur er sá sem gengur ILLA um auðlindir okkar. Fer illa með íslenskt sjávarfang. Afhendir afurðir frá sér í DRULLUSKÍTUGUM umbúðum, gengur illa um auðlindir okkar. Ber enga virðingu fyrir starfinu sínu og íslenskum auðlindum,“ segir Kristján.

Hann segist vilja leiðrétta þennan misskilning. „Sjómenn, margir hverjir hafa litið svo á að ég sé að tala svona um alla sjómenn. Það er bara ekki rétt, og er leiðrétt hér með, ef það hefur orðið misskilningur hjá viðkomandi aðila. Í hvoru liðinu vilt þú vera? A eða B?“

- Auglýsing -

Hann segist ætla að kæra til lögreglu suma þá sem hafa áreitt hann. „Ég hef fengið sent til mín, á Snappchat, á messenger, símtöl og heimsóknir í verslun mína.  þar hefur mér verið hótað ofbeldi, fyrirtækið mitt rifið niður, starfsfólk mitt áreitt og innhringingar þar sem rifið er kjaft og skellt á.  Hver á í hlut? Það veit ég svo sem ekki, hver það er sem hringir inn og eys yfir okkur viðbjóðnum, en ég veit hverjir það eru sem senda mér hótanir og annað slíkt á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum, það er alltaf undir nafni. Eitthvað af þessu verður kært. Er bara að meta það,“ segir Kristján.

Hann segir ótrúlegt hvernig enginn í stéttinni stendur með honum í þessu slag. „Það sem er alveg ótrúlegt er: Fólk í minni grein, tekur ekki slaginn með mér. Ég er þá að tala um sjómenn, fiskkaupendur, fiskverkendur, fiskmarkaði, vörubílstjóra og aðra er starfa í fiskiðnaðinum, jú og jafnvel neytendur fisks. Það er engu líkara en fólk vilji bara hafa sóðaskap og óþrifnað áfram í þessari grein. Ef þið viljið styðja mig. LÁTIÐ Í YKKUR HEYRA. Að mínu mati er það óásættanlegt. Óþrifnaður og annar viðbjóður í kringum matvæli á ekki samleið. Það er mín skoðun og hún breytist ekki, þó svo ég og mitt fyrirtæki og mitt starfsfólk fái þennan viðbjóð yfir okkur,“ segir Kristján.

Hann segir það ekki ganga lengur að dreifa drulluskítugum fiskikörum. „Það er fullt af virkilega flottum og vel reknum íslenskum fyrirtækjum í sjávarútvegi. Mikið af hæfu fólki, fólki sem ber virðingu fyrir starfinu sínu og greininni. Ég er þá að tala um sjómenn, fiskverkendur, fiskmarkaði og aðra er starfa í fiskiðnaðinum. Við getum ekki látið einhverja aðila sem ganga svona illa um okkar auðlindir skemma fyrir okkur sjávarútveginn og koma óorði á okkar starfsgrein. Alla vegna er ég tilbúinn að berjast með kjafti og klóm,“ segir Kristján.

- Auglýsing -

Hann segist þó hafa fengið nokkur hrós. „Ég hef líka fengið fullt af hrósum. Það má ekki gleyma að segja frá því.  -Fiskmarkaður Vestfjarða Sammi, hringdi og þakkaði mér fyrir mína baráttu. -Fiskmarkaður Suðurnesja send mér kveðju. Flott kveðja. -Stór útgerðaraðili, (sem vill ekki láta nafn síns getið) kom í verslun mína og gaf mér knús. Sagði að það hefið þurft kjark í að gera þetta og umræðan löngu orðin tímabær. Hann studdi mig í þessari baráttu 100% -síðan eru ótal sendingar sem ég hef fengið klapp á bakið með,“ segir Kristján.

Einn hafi þó velt því fyrir sér hvers vegna hann er að taka þennan slag núna. „Það sem slóg mig reyndar voru skilaboð sem fyrrverandi starfsmaður á Fiskmarkaði Ólafsvíkur, Beggi, sendi mér á netinu. Þar segir hann. „Hehe Þú er búinn að versla við markaði í 25 ár einsog þú segir. Af hverju að kvarta núna“  Honum finnst þetta greinilega bara fyndið allt saman. Þessi skilaboð segir margt um hugsunargang „nokkuð margra aðila“ í þessari grein.  -Þetta er búið að vera svona lengi, og þá á ég bara að sætta mig við óþrifnaðinn,“ segir Kristján.

Hann biðlar svo til sjómanna að hætta áreitinu. „Að lokum. Er ásættanlegt að óþrifnaður „einstakra aðila“ í kringum íslenska sjávarútveginn, eigi að líðast? Er það þetta sem við viljum? Ef þið viljið þetta ekki, þá megið þið tjá ykkur og ganga til liðs við mína baráttu. Ef þið viljið halda áfram á fornöld og engu breyta, ganga illa um íslenska hráefni og íslenskann sjávarútveg, þá megið þið skammast ykkar.  Þið getið hætt að senda mér og mínu fyrirtæki skilaboð, hættið innhringingum, og hættið að ausið úr reiði ykkar yfir okkur, byrjið á því að taka til í ykkar garði.

„Við ætlum ekki að gefast upp fyrir óþrifnaði. Við eigum okkar viðskiptavini, sem okkur þykir vænt um.  Við ætlum að halda áfram á okkar braut að stuðla að því að selja íslenskann ómengaðann fisk. Villibráð. Við erum stolt af okkar starfi. Við berum virðingu fyrir greininni og við berum virðingu fyrir sjómönnum sem stunda greinina og ganga vel um íslenskar auðlindir, íslenskt hráefni og afhenda okkur vörur í hreinum umbúðum.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -