Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Fiskikóngurinn lokar fyrr á föstudögum – Vill hlúa betur að starfsfólki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það þarf að hlúa betur að starfsfólki. Að skríða heim til sín klukkan 18:30 alla daga er bara brot á mannréttindum. Ekkert líf, og tala ég fyrir mína parta og reynslu.“ Segir Kristján Berg, oftast kallaður Fiskikóngurinn, inn á Facebook síðu Fiskikóngsins í morgun.

Hér má sjá færsluna í heild sinni.

Frá og með næst komandi föstudegi, þá ætlum við að loka fiskverslun okkar á Sogavegi, alla föstudaga klukkan 17:00.
Ligg undir feldi með að loka alla daga klukkan 17:00 og ég held að ég fari í þá aðgerð áður en langt um líður.
Fyrirtæki landsins þurfa að vakna.
Það þarf að hlúa betur að starfsfólki.
-Að skríða heim til sín klukkan 18:30 alla daga er bara brot á mannréttindum.
-Ekkert líf, og tala ég fyrir mína parta og reynslu.
Við verslunarmenn þurfum líka að eiga líf, jafnt sem starfsfólk.
Hugarfar hjá íslensku þjóðinni þarf að breytast.
-Byrja fyrr og hætta fyrr.
-Síðan þarf að loka allri verslun á sunnudögum.
Eitt að lokum.
Að hafa opið allan sólarhringinn, er alger vitleysa.
svo er fólk að kvarta um að vöruverð er hátt hér!!
Neytendur greiða að sjálfsögðu fyrir meiri þjónustu og lengri opnunartíma.
Ég er bara lítill hlekkur í stórri keðju. Bið fyrirtæki landsins um að skoða þetta og breyta opnunartíma til 17:00. Allir græða.
Góðar stundir og gleðilegt sumar.
Kveðja
Fiskikóngurinn

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -