Laugardagur 24. september, 2022
9.2 C
Reykjavik

Fiskikóngurinn reiður heilbrigðiseftirlitsmönnum: „Eins og verið að rífa úr mér hjartað og sálina“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Kristján Berg Ásgeirsson, oftast kallaður Fiskikóngurinn, er verulega ósáttur eftir heimsókn tveggja eftirlitsmanna frá Heilbrigðiseftirlitinu í gær. Þeir skipuðu honum að taka meðal annars úr sölu harðfisk, hnoðmör, reyktan lunda og hákarl sem Kristjáni finnst ömurlegt svona rétt fyrir hátíðirnar.
Kristján segir frá heimsókninni í færslu á Facebook þar sem hann hneykslast á því hvers vegna eftirlitið leyfi ekki Íslendingum að njóta jólanna með rammíslenskum hefðum, þó ekki væri nema í þetta síðasta sinn á þessu erfiða ári 2020.
„Ég hef rekið fiskverslun síðan 1989. Á þessum tíma, eða síðastliðin 31 ár, hafa fiskbúðir þurft að hætt að selja hrefnukjöt, svartfugl, sel, hnýsukjöt og saltað selspik. Nú var mér tjáð að taka úr sölu nokkur atriði. Eina tegund af harðfiski, Hnoðmör, reyktann lunda, Hákarl, og eitthvað meira,“ segir Kristján og bætir við:
„Hnoðmörina hef ég alltaf keypt af sömu konunni á Vestfjörðum frá því ég man eftir mér.
Reykti lundinn var ekki með límmiða. Hákarlinn er líka frá einum sem ég hef keypt af í tugi ára. Hann verkar þetta meðfram öðru starfi og er sennilega ekki með leyfi frá MAST til þess að verka hákarlinn. Harðfiskurinn er frá Valla í Stykkishólmi. Þessi aðilar eru ekki með leyfi frá MAST til þess að verka og selja þessi ramm íslensku matvæli. En þetta hefur verið gert í hundruð ára og kallast íslensk menning. Viljum við að þessar aldargömlu hefðir lognist útaf?“
Kristján Berg, fiskikóngur.
Kristján bendir á að árið 2020 hafi veirð nógu ömurlegt fyrir flesta Íslendinga svo ekki þurfi að taka af þeim hefðir í íslenskum mat. „Er kannski best að klára þetta með stæl og fjarlægja þetta allt saman úr öllum hillum? Eða væri hægt að bíða með þessar aðgerðir og fara í þetta strax eftir áramót? Leyfa okkur að njóta jólanna í smá friði. Leyfa okkur að njóta síðustu kvöldmáltíðarinnar, þar sem við gæðum okkur þessum á ramm íslenska mat. Síðasta máltíðin. Ég bið ekki um meira,“ segir Kristján og heldur áfram á sorglegum nótum:
„Hugtakið veljum íslenskt, borðum íslenskt. Þetta hugtak er að hverfa úr íslenskri menningu. Sorgarkveðja. Mér finnst eins og það sé verið að rífa úr mér hjartað og sálina á sama tíma.“

Reglur og aldargamlar hefðir.

Ég hef rekið fiskverslun síðan 1989. eða í 31 ár.

Ég fékk í heimsókn til mín í gær tvo…

Posted by Fiskikóngurinn on Tuesday, December 15, 2020

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -