- Auglýsing -
Líkt og Mannlíf fjallaði um fyrr í dag þá var Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður afar ósáttur við að skjólstæðingi hans, stúlku sem er 17 ára gömul, hafi verið hneppt í gæsluvarðahald og einangrun og sagði að börn eigi ekki að sæta slíku.
Stúlkan tók upp myndband af árásinni hörmulegu við Fjarðarkaup sem kostaði pólskan karlmann lífið.
En nú er komið á daginn að stúlkan hafi verið látin laus úr haldi lögreglu.
Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldið yfir stúlkunni vegna morðmálsins við Fjarðarkaup.