Fjárfestir segir Svein Andra siðblindan: Eyddi öllu í sjálfan sig og vini

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir oftast kenndur við Subway, fer ófögrum orðum um hæstaréttarlögmanninn Svein Andra Sveinsson og segir hann siðblindan.

Þeir Skúli og Sveinn Andri hafa lengi átt í útistöðum vegna skipta á þrotabúi heildsöllunnar Eggerts Kristjánssonar sem í dag er nefnd EK 1923 ehf. Skúli átti félagið áður en það varð gjaldþrota í kringum áramótin 2013 og 2014 og var Sveinn Andri skipaður skiptastjóri yfir búinu. Ásakanir hafa gengið á víxl og hafa viðskipti félagsins komið til kasta dómstóla.

Snýr eitt málið að fasteigninni Skútuvogi 3 sem fasteignafélag Skúla keypti af heildsölunni rétt fyrir gjaldþrotið.  Skúli telur sig hafa borgað fasteignina á bókfærðu verði en Sveinn Andri, sem skiptastjóri, vildi að sölunni yrði rift.

„Víkur þá sögunni til Sveins Andra Sveinssonar skiptastjóra sem hófst þegar handa og notaði þá aðferð sem hann kann best, þ.e. að hóta og ógna. Hann hótaði að kæra mig og samstarfsfólk mitt fyrir alla mögulega og ómögulega hluti sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum, ef við ekki greiddum hverja einustu krónu sem honum hugkvæmdist að senda kröfu fyrir. Ekki var léð máls á samningaviðræðum þegar lögmaður minn óskaði eftir því. Sveinn Andri fylgdi hótununum svo eftir með tilhæfulausum kærum,“ skrifar Skúli í grein sem birtist í Fréttalbaðinu. Með þessu móti hafi lögmanninum tekist að sá efa í huga embættismanna og dómara, auk kröfuhafa búsins.

Vísar Skúli þar væntanlega í dóm héraðsdóms sem dæmdi þrotabúinu í hag. Skúli er ósáttur við þá niðurstöðu og segir dómstólana hafa gert Sveini Andra kleyft að maka krókinn því fjárhæðirnar sem Sveini Andra voru dæmdar hafi verið því sem næst jafnháar og þóknun Sveins Andra.

Sveinn Andri er ekki vitlaus maður, þótt siðblindur sé, og veit að náist samningar getur hann ekki skráð á sig vinnustundir við að reka dómsmál.

„Sveinn Andri er ekki vitlaus maður, þótt siðblindur sé, og veit að náist samningar getur hann ekki skráð á sig vinnustundir við að reka dómsmál. Um síðustu áramót var Sveinn Andri búinn að skrá á sig meira en 2.400 klukkustunda vinnu við búskiptin, en það er næstum eitt og hálft ár í fullri vinnu fimm daga vikunnar. Sveinn Andri rukkar rétt um 50 þúsund krónur fyrir hverja klukkustund, þannig að kostnaðurinn við eingöngu hans „vinnu“ er kominn í 120 milljónir króna. Það er meira en til var í búinu. Þóknun hans fyrir meinta vinnu við þetta eina þrotabú nam því 4,5 milljónum króna í hverjum mánuði frá því að honum var úthlutað búinu í september 2016 til ársloka 2018. Vitað er að Sveinn Andri sinnti f jölmörgum öðrum lögmannsverkefnum á sama tímabili.“

Segir Skúli að Sveinn Andri eigi mikið undir í þessu máli því hann sé búinn að eyða öllum peningunum sem voru til í þrotabúi EK 1923 ehf., aðallega í sjálfan sig en einnig í vini og kunningja sem hann hefur kallað sér til aðstoðar. Vonast Skúli til að Landsréttur snúi við dómi héraðsdóms. „Ella er hann ábyrgur gagnvart kröfuhöfum EK 1923 ehf., sem ekki fá svo mikið sem túskilding með gati úr búinu, því að skiptastjórinn, sem kallaður hefur verið opinberlega „endaþarmur íslenskrar lög-mennsku“, er búinn að sjúga hvern einasta eyri í eigin rann.“

Sveinn Andri segir kröfuhafa hafa samþykkt allar aðgerðir

Í athugasemd við grein Skúla minnir Sveinn Andri á að Landsréttur hafi þegar staðfest eitt riftunarmál gegn félagi í eigu Skúla og dæmt hann til að greiða þrotabúinu 5 milljónir króna í skaðabætur. Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur hafi síðan dæmt annað félag í eigu Skúla til að greiða búinu rúmlega 400 milljónir króna vegna téðra fasteignaviðskipta. Þess utan rannsaki héraðssaksóknari kærur skiptastjóra á hendur honum. „Allar þessar aðgerðir hafa verið samþykktar af kröfuhöfum. Ætli sé ekki rétt í þessu máli eins og svo oft að spyrja að leikslokum.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Ballarin á leynifundi með Ármanni

Orðrómur Ein stærsta ráðgátan eftir útboð Icelandair er höfnunin á tilboði athafnakonunnar Michael Roosevelt Ballarin sem hermt er...