Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Fjármálaráðherra Ísraels: „Það er ekkert til sem heitir palestínsk þjóð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ríkisstjórn Ísraels sem tók við í lok síðasta árs er afar umdeild, og ekki sér fyrir endann á mótmælum gegn umdeildum breytingum er hún hyggst gera á dómskerfi landsins; nú er fjármálaráðherra landsins, Bezalel Smotrich, gagnrýndur harðlega fyrir ummæli sem hann lét falla.

„Það er ekkert til sem heitir að vera palestínskur. Það er ekkert til sem heitir palestínsk þjóð,“ sagði Smotrich.

Nú hafa palestínsk, egypsk og jórdönsk stjórnvöld fordæmt ummælin.

Vedant Patel.

Vedant Patel er talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, og var hann spurður út í ummæli ráðherrans ísraelska; segir ummælin áhyggjuefni og hreinlega hættuleg.

„Palestínska þjóðin býr yfir ríkri menningu og sögu og Bandaríkin meta samstarf við hana mikils,“ sagði Patel.

Ljóst er að spennan á milli Ísraels og Palestínu heldur áfram – en afar slæmt fyrir Ísrael ef Bandaríkjamenn snúa við þeim bakinu, sem í ljósi sögunnar telst afar ólíklegt.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -