Miðvikudagur 29. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Fjögur ár frá hvarfi Hauks Hilmarssonar: „Var Haukur með kurteisari mönnum í daglegu lífi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eva Hauksdóttir lögmaður og norn, birti í dag hjartnæma færslu á Facebook-vegg sinn. Þar talar Eva um að fjögur ár séu nú liðin frá því að systkini hennar komu til hennar þar sem hún bjó í Glasgow en þá höfðu nýlega borist fregnir af hvarfi sonar Evu, Hauks Hilmarssonar. Segist hún nokkuð viss um að Haukur væri búinn að hengja upp úkraínska fánann einhversstaðar í Reykjavík ef hann gæti.

Eins og alþjóð veit er talið að Haukur hafi látið lífið er her Natoríkisins Tyrklands lét sprengjur falla á Kúrda í Afrin héraði í Sýrlandi. Leit eða fyrirspurnir sem íslensk yfirvöld segjast hafa framkvæmt, um það hvar lík Hauks er að finna báru engan árangur.

Með færslunni birti Eva skemmtilega mynd af Hauki sem tekin var af Ásgeiri Ásgerissyni.

„Þennan dag fyrir fjórum árum var ég ein í Glasgow, Einar var í vinnuferð. Daginn eftir komu systkini mín öll út til að vera hjá mér. Ég bað ekki um það og held ekki að ég hafi sagt eða gert neitt sem gaf þeim tilefni til að halda að ég ætlaðist til þess, enda ætlaðist ég ekkert til þess. Þau komu samt og þótt ég hafi sennilega ekki sýnt það þá, skipti það mig samt miklu máli.

Fjögur ár. Ég trúi ekki á framhaldslíf eða ódauðleika sálarinnar. En mér finnst samt eins og það yrði ekkert svo rosalega skrýtið að rekast á hann í miðbænum. Ég væri til í það. Margt sem mig langar að ræða við hann og þótt Haukur hefði sterkar skoðanir þá var hans sjónarhorn hreint ekki alltaf fyrirsjáanlegt. Ég þykist samt nokkuð viss um að hann væri búinn að flagga úkraínska fánanum einhversstaðar í Reykjavík ef hann væri í aðstöðu til þess.

Ásgeir Ásgeirsson tók þessa mynd. Þótt það kunni að hljóma ótrúlega í eyrum þeirra sem þekkja hann bara úr fjölmiðlum var Haukur með kurteisari mönnum í daglegu lífi.“

Haukur Hilmarsson – hugsjónamaður
Ljósmynd: Ásgeir Ásgeirsson eða Geiri X

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -