Fjölgun á skráðum kynferðisbrotum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Deila

- Auglýsing -

Mikil fjölgun var á skráðum kynferðisafbrotum í maí síðast liðinn. Það má einna helst rekja til aðgerða lögreglunnar í vændismálum. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir maí 2019.

 

Undanfarnar vikur hefur lögreglan verið í sérstökum aðgerðum tengt mansali en vændi er ein af birtingarmyndum þess. Þetta er einn af þeim þáttum í skipulagðri brotastarfsemi sem lögreglan leggur mikla áherslu á.

Mikil fækkun var á skráðum fíkniefnabrotum. Það sem af er ári hafa verið skráð um 10% færri fíkniefnabrot en voru skráð að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan.  Það hafa ekki verið skráð jafn fá fíkniefnabrot síðan apríl 2016. Heilt yfir fækkaði tilkynningum um þjófnað á milli mánaða en tilkynningum um þjófnað á reiðhjólum fjölgaði nokkuð á milli mánaða.

Fjöldi skráðra hegningarlagabrota voru 717 á höfuðborgarsvæðinu í maí. Hann hefur haldist nokkuð stöðugur síðustu þrjá mánuði.

- Advertisement -

Athugasemdir