• Orðrómur

Fjölmiðlastjörnur gærdagsins – „Meðan fullorðna fólkið hældi mér stríddu jafnaldrarnir mér“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Öll þekkjum við þær stundir þegar þjóðin sameinast agndofa yfir frétt eða atviki sem síðan gleymist í tímans rás. Sumt var fyndið, annað sorglegt en öll áttu þeir einstaklingar sem komu að málum, það sameiginlegt að vera aðalumræðuefni í kaffitíma landsmanna á einhverjum tímapunkti.

Áttavillti ferðamaðurinn

Bandaríkjamaðurinn Noel Santillan stal athygli landans rækilega árið 2016  þegar hann bankaði upp á á Siglufirði eftir fimm klukkustunda stanslausan akstur og bað um leiðbeiningar að Hótel Frón.

- Auglýsing -

Mistökin voru grátlega hlægileg. Hann setti inn í leiðsögutækið Laugavegi með því að setja „R” inn í nafnið, en Laugarvegur er á Siglufirði en Hótel Frón er aftur á móti við Laugaveg í Reykjavík. Noel tók misskilningnum af æðruleysi og sneri óhræddur aftur til Íslands ári síðar; öðlaðist nokkra frægð sem „Áttavillti ferðamaðurinn” og fór í fjölda viðtala og lék í auglýsingu fyrir Hótel Siglufjörð.

Því má við bæra að Noel villtist aftur í þessari ferð á leið sinni í Bláa lónið og með sama leiðsögutækið. Noel til varnar má benda á að Laugavegur var rangt stafsettur á bókunarsíðu hans. Ekki er vitað  til að Noel hafi komið aftur til Íslands en hann á fjölda íslenskra vina á Facebook. En það voru fleiri áttavilltir en Noel.

Enginn útskýrði mótlætið

- Auglýsing -

Ég vil ganga minn veg, söng Einar Ólafsson snemma á áttunda áratugnum en lagið hefur nokkrum sinnum hlotið þann vafasama heiður að þykja eitt versta lag Íslandssögunnar. Einar var í kjölfarið nefndum Einar áttavillti og hafður að háði og spotti á meðal landsmanna. Einar var aðeins barn að aldri, en hann hafði sungið opinberlega frá fimm ára aldri. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið mörgum árum síðar að þessi upplifun hefði haft stefnumótandi áhrif á líf sitt; það hafi tekið hann hátt í þrjá áratugi að gera upp við fortíðina. Athyglin var bæði jákvæð og neikvæð.

„Meðan fullorðna fólkið hældi mér stríddu jafnaldrarnir mér upp til hópa. Sú stríðni jókst með árunum og endaði með einelti. Tíu ára strákur hefur ekki hugmynd um hvernig hann á að bregðast við mótlæti af þessu tagi og enginn útskýrði það fyrir mér. Foreldrar mínir vissu ekki hvernig átti að taka á þessu og kennararnir ekki heldur. Springi blaðra í skólastofu í dag fær allur bekkurinn áfallahjálp. Því var ekki að heilsa á þessum tíma; mér hefði líklega ekki veitt af áfallahjálp. Þegar mér leið verst langaði mig helst að skríða niður í næsta niðurfall.“

Einar var lengi að sætta sig við þetta tímabil í lífi sínu, en tókst það á endanum: „Í dag er ekkert mál fyrir mig að ræða þetta. Ég er sáttur.“

- Auglýsing -

Nakti kassakallinn

Þjóðinni brá í brún þegar 23 ára myndlistarnemi, Almar Atlason, ákvað að vera nakinn í kassa í eina viku nakinn; í glerkassa í Listaháskólanum árið 2015. Var gjörningurinn partur af lokaverkefni hans við skólann. Margir leiddu hugann að praktískum atriðun eins og hvernig hann hyggðist nærast eða gera þarfir sína. Almar sagðist ætla myndi láta það ráðast og gæti fólk komið með mat til sín með því að setja hann í gegnum lúgu á kassanum.

„Full­komið stjórn­leysi,“ kallaði Almar Almar vistina í kassanum. Kassaverunni var streymt á YouTube við miklar vinsældir – innanlands sem utanlands. Almar hélt út vistinina við miklar vinsældir og fékk viðurnefnið „Nakti kassakallinn”.

Almar var ekki alveg búinn með djarfa list því á listasýningu í Tjarnarbíó fjórum áður síðar var hann með listaverkið „Merking“ – en þá gafst sýningargestum færi á að tjá sig með því að setja varanlegt mark, í formi húðflúrs, á bak hans.

Alþýðuhetjan af Landssímanum

Litli Landssímamaðurinn varð alþýðuhetja á „núllkommaeinni“ árið 2002 þegar hann kom á framfæri upplýsingum um vafasama notkun stjórnenda Landssíma Íslands á fjármunum ríkisfyrirtækis til fjölmiðla.

Síðar kom í ljós að maðurinn hét Halldór Örn Egilson, og missti hann starfið eftir ítarlega leit fyrirtækins að uppljóstraranum. Halldór hafði upplýst um greiðslur til handa Friðriki Pálssyni, stjórnaformanni Landssímans, en Þórarinn Viðar Þórarinsson, þáverandi forstjóri Landssímans mun hafa hyglt Friðriki meðal annars með milljóna króna greiðslum fyrirtækisins til ráðgjafafyrirtækis í eigu Friðriks, Góðráða.

Einnig kom í ljós að Landssíminn hafði ítrekað beint viðskiptum sínum til Hótel Rangár, sem var og er í eigu Friðriks. Þórarinn sjálfur fékk rándýra tengingu í sumarbústað sinn við Þingvallavatn.

Friðrik  brást illa við þessum uppljóstrunum um hann og Þórarinn Viðar; hófst þegar í stað leit að hverjum þeim sem flett hefðu getað upp Góðráðum í bókhaldskerfum Símans. Nokkrum dögum síðar fannst starfsmaðurinn sem prentaði út gögnin. Halldór gaf sig þá fram og sagðist hafa beðið hinn um að prenta út. Hann var látinn fjúka samdægurs en hinn fékk áminningu.

Bæði Blaðamannafélagið og almenningur brugðust hin reiðustu við og krafist var laga um vernd heimildarmanna. „Hvað átti „Litli Landssímamaðurinn“ að gera? Átti hann að kvarta við Friðrik Pálsson, eða átti hann að fara ofar og kvarta við Sturlu Böðvarsson þáverandi samgönguráðherra, eða fara til Ríkisendurskoðunar? En eins og menn vita höfðu þessir ágætu herrar hringt í Ríkisendurskoðun til að fá stimpil á þennan gerning.

„Litli Landssímamaðurinn“ hafði allar ástæður til að vantreysta þessum yfirmönnum sínum og því kemur hann máli sínu eðlilega til fjölmiðla,“ sagði Þór Jónsson varafréttastjóri Stöðvar 2 á sínum tíma.

Halldór Örn er enn afar duglegur að benda á það sem miður fer í samfélaginu á samfélagsmiðlum.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -