Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.6 C
Reykjavik

Fjölskylda Birgis fær ekki frið: „Ég var bara með hnút í maganum margar vikur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birgir Þórarinsson mætti í Morgunútvarpið á rás 2 í dag. Birgir hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir þá ákvörðun að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. En Birgir sagði skilið við Miðflokkinn.

Í viðtalinu í morgun svarar hann þeirri gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir.

„Menn eru farnir að seilast ansi langt,“segir Birgir og bætir við að DV hafi birt myndir af heimili sínu.
„Fjölskyldan hefur ekki heldur fengið frið svo mér finnst fjölmiðlar vera komnir ansi langt í þessari gagnrýni“.

Þá segir Birgir að ákvörðun hans að segja skilið við Miðflokkinn megi rekja til Klausturmálsins.

„Þegar það kemur upp á sínum tíma þá gagnrýndi ég mína félaga, þeirra framgöngu og þeirra viðbrögð og viðbrögð flokksins. Fyrir vikið þá er ég orðinn vandamálið í flokkum.“

Birgir lýsir því að hann hafi verið tekinn fyrir á þingflokksfundum. Auk þess hafi verið haldnir sérstakir flokksfundir þar sem hann var eina umræðuefnið.
Þá hafi Birgir sagst segja sig úr flokknum ef fundarhöldunum um hann yrði haldið áfram með sama hætti.

- Auglýsing -

Andrúmsloftið hafi verið mjög rafmagnað eftir það.

„Ég var bara með hnút í maganum margar vikur á eftir að mæta á þingflokksfundi vegna þess að ég var bara hræddur um það að ég yrði tekinn í gegn“.

Birgir segir ekki rétt að hann hafi löngu verið búinn að ákveða að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Hann vildi þó ekki tjá sig um það hvenær viðræður við Sjálfstæðisflokkinn hófust.

„Ég get alveg ímyndað mér það að fólk sé að dæma mig hart vegna þessarar ákvörðunar og það er þá náttúrulega mitt hlutverk að vinna mér inn traust á nýjan leik og það mun ég gera,“ sagði Birgir undir lok viðtalsins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -